Svisslendingurinn Roger Federer vann í dag sitt hundraðasta mót á ATP mótaröðinni í tennis þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Dúbaí Tennis Championships.
Hinn 37 ára Federer, sem hefur unnið 20 risatitla, hafði betur gegn Stefanos Tsitsipas í úrslitunum í tveimur settum.
Fyrsti sigur Federer á ATP kom á Ítalíu 4. febrúar 2001, eða fyrir 6600 dögum.
„Þetta er algjör draumur,“ sagði Federer.
„Ég veit ekki hvort Stefanos var fæddur þegar ég vann minn fyrsta titil [hann var það reyndar, er fæddur árið 1998] en það eru forréttindi að fá að spila við meistara framtíðarinnar.“
Hann er aðeins annar maðurinn í sögunni til þess að vinna 100 ATP titla, sá eini sem hafði gert það áður er Bandaríkjamaðurinn Jimmy Connors. Hann náði því árið 1983.
Federer þarf að vinna tíu titla í viðbót til að bæta met Connors, hann vann 109 titla á ferlinum.
