Yfir þúsund á aldrinum 21-24 ára á vanskilaskrá Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. mars 2019 19:45 Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.” Neytendur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi. Í dag eru tæplega nítján þúsund manns á vanskilaskrá en fjöldinn hefur farið minnkandi undanfarin ár. Þar sem aðilar geta verið mislengi á vanskilaskrá gefa nýskráningar ef til vill betri mynd af þróun í samfélaginu. Á síðustu sex mánuðum hefur nýskráningum á vanskilaskrá verið að fjölga. Fjölgunin er nokkuð sambærileg í öllum aldursflokkum, nema í flokknum 60-69 ára en þar hefur nýskráningum fækkað. „Við erum að sjá fyrstu vísbendingar um það að fjölgun nýskráninga sé orðin að veruleika,” segir Sigríður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Creditinfo. „Og það er í raun eftir að nýskráningum hefur fækkað síðustu ár þannig þetta er teikn um einhverjar breytingar akkúrat núna. Það ber að taka það fram að hún er lítil en sem komið er en þetta getur gefið vísbendingar um það sem koma skal.“ Flestar nýskráningar eru í hópnum 25 til 29 ára en á síðustu sex mánuðum voru þær 469 en þær voru 388 á sama tímabili fyrir ári. Þá fjölgaði nýskráðum í hópnum 18 til 20 ára úr 124 í 146 á milli ára. Athygli vekur að 166 ungmenni á aldrinum 18 - 20 ára eru á vanskilaskrá eins og staðan er í dag og yfir þúsund manns á aldrinum 21-24 ára. „Vissulega er þetta áhyggjuefni og þetta tengist til þess að við þurfum að fara horfa meira til fjármálalæsis og eins og ég vil kannski kalla fjármálauppeldi,” segir Sigríður Laufey. Unga fólkið sé ekki nógu meðvitað um að skráning á vanskilaskrá geti haft slæmar afleiðingar til framtíðar en Creditinfo hefur heimild til að nota fyrrum skráningar við gerð lánshæfismats í allt að fjögur ár. „Það er ekki þannig að þegar þú ert búin að borga viðkomandi kröfu og farin af vanskilaskránni þá sé sagan þín horfin.“ Hún telur að ein ástæða þróunarinnar sé gríðarleg fjölgun lánamöguleika en eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú um fjörutíu lánveitendur hér á landi. „Það er orðin meiri sjálfvirkni í lánveitingum og slíkt þannig að aðgengið er orðið mun meira en það sem áður var.”
Neytendur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda