Hætt'essu: Er erfiðara en það sýnist að skjóta yfir allan völlinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Menn mega ekki gera mistök í Olísdeild karla án þess að eiga á hættu að lenda í strákunum í Seinni bylgjunni og vera teknir fyrir í GForm Hætt'essu.
Hætt'essu er síðasti liður þáttarins að hverju sinni og er þar skemmtileg samantekt af spaugilegustu mistökum umferðarinnar.
Það var nóg um afleit skot yfir allan völlin, hrikalegar sendingar og meira á þessa leið í þætti gærkvöldsins.