Áttavilltur Óskar stuðar Þórarinn Þórarinsson skrifar 2. mars 2019 08:30 Þótt Spike Lee sé fyrirmunað að tapa með stæl hefur hann margt til síns máls eftir að hafa í tvígang mátt, með 30 ára millibili, lúta í lægra haldi fyrir glansmyndum af ökuferðum svartra og hvítra. Við þurfum að tala um Óskar. Samt ekki nema aðeins fyrir þá krónísku og útbreiddu ranghugmynd að Óskarsverðlaunin séu einhver yfirnáttúrlegur mælikvarði á gæði kvikmynda og verka alls þess óteljandi lista- og fagfólks sem leggur hönd á plóg við gerð hverrar kvikmyndar. Óskarinn hringsnýst fyrst og fremst um alls konar pólitík og sveiflast eins og rótlaust þangið eftir hvikulum samfélagsstraumum þannig að „besta myndin“ er síður en svo alltaf besta myndin. Slíkt mat er þar fyrir utan vitaskuld alltaf persónulegt þannig að engin ein niðurstaða er rétt. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því vandlega til haga að Green Book er ákaflega góð mynd, krúttleg og fantavel leikin enda gaf undirritaður henni fjórar stjörnur í dómi í Fréttablaðinu og hafði meðal annars þetta um hana að segja: „Margtuggin klisja um óvænta vináttu ólíkra manna verður eitthvað annað og miklu meira í þessari fallegu og bráðskemmtilegu mynd sem aðalleikararnir tveir hlaða krafti, gleði og hlýju.“ Breytir því samt ekki að auðvitað vekur það almenna furðu og reiði hjá tapsárum að Green Book skuli tekin fram yfir til dæmis Vice, The Favourite og Roma, miklu betri og dýpri myndir. Þar fyrir utan geta aðeins Roma og The Favourite talist standa undir stöðluðum kröfum fólks til „Óskarsverðlaunamynda“ og Roma er langbest. Hún átti samt aldrei séns. Í fyrsta lagi á Akademían til sérstaka málamyndaruslakistu, „besta erlenda myndin“, fyrir myndir þar sem talaðar eru annarlegar tungur. Þar fyrir utan er Roma eyrnamerkt efnisveitunni Netflix en Hollywood-elítan hatar það fyrirbæri heitar en svæsnustu inflúensu. Green Book græddi þarna, eins og margar myndir áður, á músarholusjónarmiðum sem eru jafn þröng hvort sem er í Reykjavík eða Los Angeles. Og eins og vera ber er auðveldast að sameinast um lægsta samnefnarann þar og hér. Spike Lee hefur meira að segja alveg efni á því að vera brjálaður eftir að hafa nú tapað í tvígang fyrir glansmyndum af sótthreinsuðum samskiptum bleiknefja og þeldökkrar manneskju í bílum. Lee, eins leiðinlegur og hann getur verið átti brýnt erindi 1989 með Do the Right Thing þegar hann mátti lúta í lægra haldi fyrir Driving Miss Daisy sem hafði í raun ekkert fram að færa. Og eins og hann bendir á núna hefur ekkert breyst á þessum 30 árum annað en bílstjóra og farþega er hrókerað og þrátt fyrir öll krúttlegheitin er Green Book eins og Obama hafi ekki verið í Hvíta húsinu í átta ár. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Við þurfum að tala um Óskar. Samt ekki nema aðeins fyrir þá krónísku og útbreiddu ranghugmynd að Óskarsverðlaunin séu einhver yfirnáttúrlegur mælikvarði á gæði kvikmynda og verka alls þess óteljandi lista- og fagfólks sem leggur hönd á plóg við gerð hverrar kvikmyndar. Óskarinn hringsnýst fyrst og fremst um alls konar pólitík og sveiflast eins og rótlaust þangið eftir hvikulum samfélagsstraumum þannig að „besta myndin“ er síður en svo alltaf besta myndin. Slíkt mat er þar fyrir utan vitaskuld alltaf persónulegt þannig að engin ein niðurstaða er rétt. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því vandlega til haga að Green Book er ákaflega góð mynd, krúttleg og fantavel leikin enda gaf undirritaður henni fjórar stjörnur í dómi í Fréttablaðinu og hafði meðal annars þetta um hana að segja: „Margtuggin klisja um óvænta vináttu ólíkra manna verður eitthvað annað og miklu meira í þessari fallegu og bráðskemmtilegu mynd sem aðalleikararnir tveir hlaða krafti, gleði og hlýju.“ Breytir því samt ekki að auðvitað vekur það almenna furðu og reiði hjá tapsárum að Green Book skuli tekin fram yfir til dæmis Vice, The Favourite og Roma, miklu betri og dýpri myndir. Þar fyrir utan geta aðeins Roma og The Favourite talist standa undir stöðluðum kröfum fólks til „Óskarsverðlaunamynda“ og Roma er langbest. Hún átti samt aldrei séns. Í fyrsta lagi á Akademían til sérstaka málamyndaruslakistu, „besta erlenda myndin“, fyrir myndir þar sem talaðar eru annarlegar tungur. Þar fyrir utan er Roma eyrnamerkt efnisveitunni Netflix en Hollywood-elítan hatar það fyrirbæri heitar en svæsnustu inflúensu. Green Book græddi þarna, eins og margar myndir áður, á músarholusjónarmiðum sem eru jafn þröng hvort sem er í Reykjavík eða Los Angeles. Og eins og vera ber er auðveldast að sameinast um lægsta samnefnarann þar og hér. Spike Lee hefur meira að segja alveg efni á því að vera brjálaður eftir að hafa nú tapað í tvígang fyrir glansmyndum af sótthreinsuðum samskiptum bleiknefja og þeldökkrar manneskju í bílum. Lee, eins leiðinlegur og hann getur verið átti brýnt erindi 1989 með Do the Right Thing þegar hann mátti lúta í lægra haldi fyrir Driving Miss Daisy sem hafði í raun ekkert fram að færa. Og eins og hann bendir á núna hefur ekkert breyst á þessum 30 árum annað en bílstjóra og farþega er hrókerað og þrátt fyrir öll krúttlegheitin er Green Book eins og Obama hafi ekki verið í Hvíta húsinu í átta ár.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira