Rúmar heimildir til að setja lög um makrílinn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2019 07:15 Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl. Fréttablaðið/GVA Gildandi lög sníða ráðherra þröngan stakk við úthlutun aflahlutdeilda í makríl. Löggjafinn hefur hins vegar rúmar heimildir til að ákveða veiðistjórnun og úthlutun hlutdeilda samkvæmt eigin mati að áliti starfshóps sjávarútvegsráðherra um aflahlutdeild í makríl. Starfshópinn skipaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, til að gera tillögur að viðbrögðum við dómum Hæstaréttar sem féllu í desember síðastliðnum um bótaskyldu ríkisins gagnvart útgerðarfélögum sem fengið höfðu minni úthlutun en skylt var á árunum 2011 til 2014 á grundvelli reglugerðar sem miðaði að því að opna á úthlutun til útgerða sem ekki höfðu veiðireynslu. Var þetta í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar úr Vinstri grænum í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Samkvæmt samandregnum ályktunum starfshópsins er ráðherra aðeins heimilt að ákveða með reglugerð að miða aflahlutdeild í makríl við veiðireynslu þriggja bestu veiðitímabila af síðustu sex árum. Ef hann hins vegar gæfi út reglugerð sem miðaði við veiðireynslu allra þessara ára væri líklegt að hann skapaði ríkinu skaðabótaskyldu. Þrátt fyrir að slík reglugerð byggðist á fullnægjandi lagastoð myndi hún viðhalda því ólögmæta ástandi sem dómar Hæstaréttar grundvallast á að mati starfshópsins. Að mati starfshópsins hefur löggjafinn rúmar heimildir til veiðistjórnunar með vísan til fyrirvara í lögum um varanleika þeirra réttinda sem felast í úthlutun aflaheimilda. Þannig myndi lagasetning sem fæli í sér hóflega skerðingu á úthlutuðum eða væntum aflahlutdeildum, á grundvelli lögmætra markmiða og reist væri á efnislegum mælikvarða, ekki vera til þess fallin að skapa ríkinu bótaskyldu. Í áliti sínu reifar starfshópurinn fjóra valkosti um útfærslu slíkra lagabreytinga. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Gildandi lög sníða ráðherra þröngan stakk við úthlutun aflahlutdeilda í makríl. Löggjafinn hefur hins vegar rúmar heimildir til að ákveða veiðistjórnun og úthlutun hlutdeilda samkvæmt eigin mati að áliti starfshóps sjávarútvegsráðherra um aflahlutdeild í makríl. Starfshópinn skipaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, til að gera tillögur að viðbrögðum við dómum Hæstaréttar sem féllu í desember síðastliðnum um bótaskyldu ríkisins gagnvart útgerðarfélögum sem fengið höfðu minni úthlutun en skylt var á árunum 2011 til 2014 á grundvelli reglugerðar sem miðaði að því að opna á úthlutun til útgerða sem ekki höfðu veiðireynslu. Var þetta í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar úr Vinstri grænum í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Samkvæmt samandregnum ályktunum starfshópsins er ráðherra aðeins heimilt að ákveða með reglugerð að miða aflahlutdeild í makríl við veiðireynslu þriggja bestu veiðitímabila af síðustu sex árum. Ef hann hins vegar gæfi út reglugerð sem miðaði við veiðireynslu allra þessara ára væri líklegt að hann skapaði ríkinu skaðabótaskyldu. Þrátt fyrir að slík reglugerð byggðist á fullnægjandi lagastoð myndi hún viðhalda því ólögmæta ástandi sem dómar Hæstaréttar grundvallast á að mati starfshópsins. Að mati starfshópsins hefur löggjafinn rúmar heimildir til veiðistjórnunar með vísan til fyrirvara í lögum um varanleika þeirra réttinda sem felast í úthlutun aflaheimilda. Þannig myndi lagasetning sem fæli í sér hóflega skerðingu á úthlutuðum eða væntum aflahlutdeildum, á grundvelli lögmætra markmiða og reist væri á efnislegum mælikvarða, ekki vera til þess fallin að skapa ríkinu bótaskyldu. Í áliti sínu reifar starfshópurinn fjóra valkosti um útfærslu slíkra lagabreytinga.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent