Emil gerði stuttan samning við Udinese: Best fyrir báða aðila 1. mars 2019 16:00 Emil Hallfreðsson er kominn aftur í svarthvítt hjá Udinese. Vísir/Getty Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00
Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32
Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00