Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 69-93 │Örlög Blika endanlega ráðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2019 21:45 vísir/daníel Breiðablik tapaði í kvöld sínum átjánda leik í nítján umferðum Domino's-deildar karla þetta tímabilið, er liðið mætti Val á heimavelli. Með tapinu varð ljóst það sem legið hafði fyrir í nokkurn tíma; Breiðablik spilar í 1. deild karla á næsta tímabili. Valur þurfti nauðsynlega á stigunum að halda í kvöld og er þegar þrjár umferðir eru eftir með fjögurra stiga forystu á Skallagrím sem er sem stendur í ellefta sætinu. Valsmenn eru í því tíunda og eru í sterkri stöðu um að halda sæti sínu í deildinni og senda Borgnesinga niður með Blikum. Valur og Skallagrímur eigast einmitt við í Origo-höllinni á fimmtudagskvöldið. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fimm fyrstu stigin. En þá gengu þeir á vegg og Blikar svöruðu með þrettán stigum í röð. Fljótlega í öðrum leikhluta, þegar Valsmenn komu ró á sinn leik, tóku þeir völdin í leiknum á nýjan leik og héldu frumkvæðinu allt til loka. Breiðablik fékk 132 stig á sig gegn Þór í Þorlákshöfn í síðustu umferð en það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld. Blikar voru baráttuglaðir og reyndu af fremsta megni af spila grimma varnarleik á Valsmenn sem voru í mestu vandræðum með að stinga heimamenn af. Það tókst í raun ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta. Valsmenn hittu vel undir lok leiksins og það var of stór biti fyrir baráttuglatt og ungt lið Breiðabliks, sem var án erlends leikmanns í kvöld. Þannig verður það áfram til loka tímabilsins - ungu strákarnir fá áfram að vera í aðalhlutverki hjá Kópavogsliðinu síðustu þrjá leikina.Af hverju vann Valur? Valsmenn gerðu nóg til að vinna leikinn og var sigurinn helst til of stór miðað við gang leiksins. Valur var lengi í gang en þeir Illugi Auðunsson og Austin Magnus Bracey komu inn af bekknum með fínan kraft þegar gestirnir þurftu á að halda. Dominique Rambo og Aleks Simeonov duttu svo almennilega í gang í síðari hálfleik og þá var eftirleikurinn formsatriði.Hverjir stóðu upp úr? Snorri Vignisson átti fína spretti fyrir Breiðablik og Arnór Hermannsson líka en sá síðarnefndi nýtti skotin sín mjög vel í kvöld. Erlendu leikmennirnir hjá Val gerðu nóg í kvöld og Ragnar Nathanaelsson skoraði fjórtán stig áður en hann fór af velli um miðjan fjórða leikhluta með fimm villur.Hvað gekk illa? Skotnýting Blika var ekki góð í kvöld en heimamenn komu sér í ágæt færi á löngum köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar vörn Vals var ekki upp á sitt besta. Það var í raun stærsti munurinn á liðunum því þegar Valur nýtti sín skot í fjórða leikhluta gerðu gestirnir endanlega út um leikinn.Hvað gerist næst? Það er stutt í næstu umferð og í henni getur Valur tryggt sæti sitt í efstu deild með því að leggja Skallagrím að velli á fimmtudag. Tap myndi hins vegar galopna fallslaginn á nýjan leik. Breiðablik á fyrir höndum erfiðan leik gegn Tindastóli á útivelli, einnig á fimmtudag.Arnór fagnar með liðsfélögum sínum á góðri stundu í veturvísir/daníelArnór: Ánægður með að hafa komið í Breiðablik „Það sem við viljum gera fyrst og fremst er að njóta þess að spila körfubolta og hafa gaman að þessu,“ sagði Arnór Hermannsson, leikmaður Breiðabliks, eftir tapleikinn gegn Val í kvöld. Með honum varð ljóst að Breiðablik spilar ekki í Domino's-deild karla á næsta tímabili. „Mér fannst lokatölurnar í dag ekki gefa rétta mynd af leiknum. Þeir hittu mjög vel í lokin og það var lítið hægt að gera í því,“ sagði Arnór sem sagði þó meiri baráttuhug í Blikum í kvöld en í síðasta leik, þar sem Breiðablik tapaði stórt. „Við höfum nýtt tíman síðan þá til að byggja okkur upp. Þetta hefur í raun verið eins og annað undirbúningstímabil. Við höfum farið yfir nokkur mál, ætlum að hætta að vera neikvæðir og einbeita okkur að því að spila vel fyrir hvorn annan,“ sagði Arnór. Breiðablik spilaði án bandarísks leikmanns í kvöld og munu gera áfram til loka tímabilsins. „Þetta er mikil ábyrgð fyrir okkar ungu leikmenn og áskorun. Ég held að þetta verði gaman.“ Arnór kom til Breiðabliks frá KR fyrir þessa leiktíð og hann sér ekki eftir því, þrátt fyrir allt. „Ég er mjög ánægður með þetta skrif, þó svo að þetta hafi ekki farið eins og ég vildi. En hvað mig varðar þá fannst mér þetta mikilvægt skref að koma hingað og fá aðeins að spreyta mig.“Ágúst Björgvinssonvísir/daníelÁgúst: Ýmis áföll að baki Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Blikum í kvöld sem hann segir betri en margir halda. „Mér fannst Blikarnir mjög góðir. Þeir voru baráttuglaðir og spiluðu með ástríðu,“ sagði Ágúst eftir sigurinn í kvöld. „Við hittum illa í kvöld og áttum erfitt með að hrista þá af okkur. En við spiluðum ágætlega í þessum leik,“ sagði hann enn fremur. Ágúst segir að það hafi ekki verið erfitt að fá menn upp á tærnar fyrir leikinn í kvöld, enda mikilvæg stig í húfi fyrir Val og fallbaráttuna sem er fram undan gegn Skallagrími. „Það er svo langt síðan að við spiluðum að það var ekkert mál. Það var frekar á hinn veginn - við ætluðum okkur að gera allt of mikið í einu og hreinlega vinna leikinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Ágúst. Valur er með tólf stig í tíunda sæti og þjálfarinn neitar því ekki að hann hefði kosið að staða liðsins væri betri. „Við höfum gengið í gegnum alls konar áföll á tímabilinu - misst leikmenn í meiðsli, selt leikmenn, rekið leikmenn og svo framvegis. Þetta er mun meira en við höfum vanist síðustu ár og það hefur verið frekar snúið fyrir okkur og við þurft að setja nokkrum sinnum saman á tímabilinu.“ „Það hefur því gengið á ýmsu. En við höfum verið nokkrum sinnum grátlega nálægt því að vinna fleiri leiki og við hefðum þegið það,“ sagði Ágúst.Pétur Ingvarsson.Vísir/AntonPétur: Ekki hægt að kaupa baráttu „Það skiptir ekki máli hvort að tapið er stórt eða lítið. Staðreyndin er sú að við töpuðum,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn gegn Val í kvöld. „Valur er með ansi dýrt lið sem er erfitt við að eiga.“ Hann segir margt gott hafa verið við leik hans manna í kvöld. „Hvað baráttu varðar og spila með hjartanu þá gerðu þeir það í 40 mínútur. Það er hlutur sem er ekki hægt að kaupa. Við erum með drengi sem eru tilbúnir að spila og sanna sig inni á vellinum. Ég var ánægður með það.“ Breiðablik spilar án Bandaríkjamanns til loka tímabilsins og Pétur segir að það kalli á ákveðnar áherslubreytingar hjá hans liði. „Við erum að vinna í því og viljum bæta okkur í ákveðnum þáttum leiksins. Við viljum nýta þessa þrjá leiki sem eftir eru í þessari deild til að gera það og svo bíður 1. deildin okkar,“ sagði Pétur sem vonast til að halda sama kjarna leikmanna og hann er með núna. „En ef menn standa sig vel þá er eðlilegt að þá langi til að reyna sig áfram á þessu sviði eða stærra. Það er heldur ekkert óeðlilegt að önnur lið langi til að fá þá til sín. En við ætlum að reyna að halda í okkar leikmenn enda ætlum við okkur að komast aftur upp eftir eitt ár. Þá þurfum við að vera með góða leikmenn.“ Dominos-deild karla
Breiðablik tapaði í kvöld sínum átjánda leik í nítján umferðum Domino's-deildar karla þetta tímabilið, er liðið mætti Val á heimavelli. Með tapinu varð ljóst það sem legið hafði fyrir í nokkurn tíma; Breiðablik spilar í 1. deild karla á næsta tímabili. Valur þurfti nauðsynlega á stigunum að halda í kvöld og er þegar þrjár umferðir eru eftir með fjögurra stiga forystu á Skallagrím sem er sem stendur í ellefta sætinu. Valsmenn eru í því tíunda og eru í sterkri stöðu um að halda sæti sínu í deildinni og senda Borgnesinga niður með Blikum. Valur og Skallagrímur eigast einmitt við í Origo-höllinni á fimmtudagskvöldið. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fimm fyrstu stigin. En þá gengu þeir á vegg og Blikar svöruðu með þrettán stigum í röð. Fljótlega í öðrum leikhluta, þegar Valsmenn komu ró á sinn leik, tóku þeir völdin í leiknum á nýjan leik og héldu frumkvæðinu allt til loka. Breiðablik fékk 132 stig á sig gegn Þór í Þorlákshöfn í síðustu umferð en það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld. Blikar voru baráttuglaðir og reyndu af fremsta megni af spila grimma varnarleik á Valsmenn sem voru í mestu vandræðum með að stinga heimamenn af. Það tókst í raun ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta. Valsmenn hittu vel undir lok leiksins og það var of stór biti fyrir baráttuglatt og ungt lið Breiðabliks, sem var án erlends leikmanns í kvöld. Þannig verður það áfram til loka tímabilsins - ungu strákarnir fá áfram að vera í aðalhlutverki hjá Kópavogsliðinu síðustu þrjá leikina.Af hverju vann Valur? Valsmenn gerðu nóg til að vinna leikinn og var sigurinn helst til of stór miðað við gang leiksins. Valur var lengi í gang en þeir Illugi Auðunsson og Austin Magnus Bracey komu inn af bekknum með fínan kraft þegar gestirnir þurftu á að halda. Dominique Rambo og Aleks Simeonov duttu svo almennilega í gang í síðari hálfleik og þá var eftirleikurinn formsatriði.Hverjir stóðu upp úr? Snorri Vignisson átti fína spretti fyrir Breiðablik og Arnór Hermannsson líka en sá síðarnefndi nýtti skotin sín mjög vel í kvöld. Erlendu leikmennirnir hjá Val gerðu nóg í kvöld og Ragnar Nathanaelsson skoraði fjórtán stig áður en hann fór af velli um miðjan fjórða leikhluta með fimm villur.Hvað gekk illa? Skotnýting Blika var ekki góð í kvöld en heimamenn komu sér í ágæt færi á löngum köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar vörn Vals var ekki upp á sitt besta. Það var í raun stærsti munurinn á liðunum því þegar Valur nýtti sín skot í fjórða leikhluta gerðu gestirnir endanlega út um leikinn.Hvað gerist næst? Það er stutt í næstu umferð og í henni getur Valur tryggt sæti sitt í efstu deild með því að leggja Skallagrím að velli á fimmtudag. Tap myndi hins vegar galopna fallslaginn á nýjan leik. Breiðablik á fyrir höndum erfiðan leik gegn Tindastóli á útivelli, einnig á fimmtudag.Arnór fagnar með liðsfélögum sínum á góðri stundu í veturvísir/daníelArnór: Ánægður með að hafa komið í Breiðablik „Það sem við viljum gera fyrst og fremst er að njóta þess að spila körfubolta og hafa gaman að þessu,“ sagði Arnór Hermannsson, leikmaður Breiðabliks, eftir tapleikinn gegn Val í kvöld. Með honum varð ljóst að Breiðablik spilar ekki í Domino's-deild karla á næsta tímabili. „Mér fannst lokatölurnar í dag ekki gefa rétta mynd af leiknum. Þeir hittu mjög vel í lokin og það var lítið hægt að gera í því,“ sagði Arnór sem sagði þó meiri baráttuhug í Blikum í kvöld en í síðasta leik, þar sem Breiðablik tapaði stórt. „Við höfum nýtt tíman síðan þá til að byggja okkur upp. Þetta hefur í raun verið eins og annað undirbúningstímabil. Við höfum farið yfir nokkur mál, ætlum að hætta að vera neikvæðir og einbeita okkur að því að spila vel fyrir hvorn annan,“ sagði Arnór. Breiðablik spilaði án bandarísks leikmanns í kvöld og munu gera áfram til loka tímabilsins. „Þetta er mikil ábyrgð fyrir okkar ungu leikmenn og áskorun. Ég held að þetta verði gaman.“ Arnór kom til Breiðabliks frá KR fyrir þessa leiktíð og hann sér ekki eftir því, þrátt fyrir allt. „Ég er mjög ánægður með þetta skrif, þó svo að þetta hafi ekki farið eins og ég vildi. En hvað mig varðar þá fannst mér þetta mikilvægt skref að koma hingað og fá aðeins að spreyta mig.“Ágúst Björgvinssonvísir/daníelÁgúst: Ýmis áföll að baki Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Blikum í kvöld sem hann segir betri en margir halda. „Mér fannst Blikarnir mjög góðir. Þeir voru baráttuglaðir og spiluðu með ástríðu,“ sagði Ágúst eftir sigurinn í kvöld. „Við hittum illa í kvöld og áttum erfitt með að hrista þá af okkur. En við spiluðum ágætlega í þessum leik,“ sagði hann enn fremur. Ágúst segir að það hafi ekki verið erfitt að fá menn upp á tærnar fyrir leikinn í kvöld, enda mikilvæg stig í húfi fyrir Val og fallbaráttuna sem er fram undan gegn Skallagrími. „Það er svo langt síðan að við spiluðum að það var ekkert mál. Það var frekar á hinn veginn - við ætluðum okkur að gera allt of mikið í einu og hreinlega vinna leikinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Ágúst. Valur er með tólf stig í tíunda sæti og þjálfarinn neitar því ekki að hann hefði kosið að staða liðsins væri betri. „Við höfum gengið í gegnum alls konar áföll á tímabilinu - misst leikmenn í meiðsli, selt leikmenn, rekið leikmenn og svo framvegis. Þetta er mun meira en við höfum vanist síðustu ár og það hefur verið frekar snúið fyrir okkur og við þurft að setja nokkrum sinnum saman á tímabilinu.“ „Það hefur því gengið á ýmsu. En við höfum verið nokkrum sinnum grátlega nálægt því að vinna fleiri leiki og við hefðum þegið það,“ sagði Ágúst.Pétur Ingvarsson.Vísir/AntonPétur: Ekki hægt að kaupa baráttu „Það skiptir ekki máli hvort að tapið er stórt eða lítið. Staðreyndin er sú að við töpuðum,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn gegn Val í kvöld. „Valur er með ansi dýrt lið sem er erfitt við að eiga.“ Hann segir margt gott hafa verið við leik hans manna í kvöld. „Hvað baráttu varðar og spila með hjartanu þá gerðu þeir það í 40 mínútur. Það er hlutur sem er ekki hægt að kaupa. Við erum með drengi sem eru tilbúnir að spila og sanna sig inni á vellinum. Ég var ánægður með það.“ Breiðablik spilar án Bandaríkjamanns til loka tímabilsins og Pétur segir að það kalli á ákveðnar áherslubreytingar hjá hans liði. „Við erum að vinna í því og viljum bæta okkur í ákveðnum þáttum leiksins. Við viljum nýta þessa þrjá leiki sem eftir eru í þessari deild til að gera það og svo bíður 1. deildin okkar,“ sagði Pétur sem vonast til að halda sama kjarna leikmanna og hann er með núna. „En ef menn standa sig vel þá er eðlilegt að þá langi til að reyna sig áfram á þessu sviði eða stærra. Það er heldur ekkert óeðlilegt að önnur lið langi til að fá þá til sín. En við ætlum að reyna að halda í okkar leikmenn enda ætlum við okkur að komast aftur upp eftir eitt ár. Þá þurfum við að vera með góða leikmenn.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti