Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þeim á hægri hönd. Vísir/Vilhelm Með launaákvörðun fyrir æðstu stjórnendur ríkisbankanna virtu stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki tilmæli frá 2017 um hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra boðar tafarlausar aðgerðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra taka undir það sem fram kom í bréfi fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Katrín segir að það liggi fyrir starfskjarastefna af hálfu ríkisins hvað varðar opinber hlutafélög um að laun skuli vera hófleg og samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Sömuleiðis eru í gildi tilmæli frá árinu 2017 um að stjórnir skuli gæta varfærni við launaákvarðanir stjórnenda. Skýr tilmæli fjármálaráðherra endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og eru algjörlega í takt við umræðu innan hennar,“ segir forsætisráðherrann.Sjá einnig: Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Hún segir aukinheldur að stjórnvöld hafi verið að taka á launamálum hjá hinu opinbera, til dæmis með því að leggja niður kjararáð. Tryggja þurfi að launaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera séu teknar með gegnsæjum og fyrirsjáanlegum hætti. Sigurður Ingi segir að hækkanirnar hafi sent röng skilaboð inn í þær erfiðu kjaraviðræður sem nú standa yfir. „Og bara ekki í þeim takti sem við viljum að íslenskt samfélag sé í,“ segir hann og bætir við: „Staðreyndin er auðvitað sú að í alþjóðlegum samanburði er meiri jöfnuður á Íslandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hann þurfi jafnframt að vera það. Af því að við erum bæði fá og meira og minna tengd. Þessar hækkanir voru ekki í neinu samræmi við það,“ segir samgönguráðherra. „Það er mat okkar, og að ég held næstum allra í samfélaginu, að stjórnirnar hafi ekki farið að þeim tilmælum sem þeim voru send. Það er farið fram á að þau taki þetta til endurskoðunar og þar með þessa starfskjarastefnu sína einnig,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra bætir því við að það sé „algjör einhugur innan ríkisstjórnarinnar um nákvæmlega það sem fjármálaráðherra sagði“. Þá segir hann að fleiri opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem eru til að mynda í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna mættu taka þetta til eftirbreytni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira
Með launaákvörðun fyrir æðstu stjórnendur ríkisbankanna virtu stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki tilmæli frá 2017 um hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra boðar tafarlausar aðgerðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra taka undir það sem fram kom í bréfi fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Katrín segir að það liggi fyrir starfskjarastefna af hálfu ríkisins hvað varðar opinber hlutafélög um að laun skuli vera hófleg og samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Sömuleiðis eru í gildi tilmæli frá árinu 2017 um að stjórnir skuli gæta varfærni við launaákvarðanir stjórnenda. Skýr tilmæli fjármálaráðherra endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og eru algjörlega í takt við umræðu innan hennar,“ segir forsætisráðherrann.Sjá einnig: Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Hún segir aukinheldur að stjórnvöld hafi verið að taka á launamálum hjá hinu opinbera, til dæmis með því að leggja niður kjararáð. Tryggja þurfi að launaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera séu teknar með gegnsæjum og fyrirsjáanlegum hætti. Sigurður Ingi segir að hækkanirnar hafi sent röng skilaboð inn í þær erfiðu kjaraviðræður sem nú standa yfir. „Og bara ekki í þeim takti sem við viljum að íslenskt samfélag sé í,“ segir hann og bætir við: „Staðreyndin er auðvitað sú að í alþjóðlegum samanburði er meiri jöfnuður á Íslandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hann þurfi jafnframt að vera það. Af því að við erum bæði fá og meira og minna tengd. Þessar hækkanir voru ekki í neinu samræmi við það,“ segir samgönguráðherra. „Það er mat okkar, og að ég held næstum allra í samfélaginu, að stjórnirnar hafi ekki farið að þeim tilmælum sem þeim voru send. Það er farið fram á að þau taki þetta til endurskoðunar og þar með þessa starfskjarastefnu sína einnig,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra bætir því við að það sé „algjör einhugur innan ríkisstjórnarinnar um nákvæmlega það sem fjármálaráðherra sagði“. Þá segir hann að fleiri opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem eru til að mynda í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna mættu taka þetta til eftirbreytni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira
Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28