Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 15:08 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. Davíð Karl Wiium bróðir Jóns Þrastar segir ekkert nýtt að frétta af framgangi rannsóknarinnar en telur þó afar ólíklegt að bróðir sinn hafi farið úr landi. Slík ákvörðun hefði verið tekið í stundarbrjálæði. Davíð segir samtali við Vísi að ekki hafi orðið nýjar vendingar í leitinni síðan fyrir helgi. Sjálfur flaug Davíð heim til Íslands frá Írlandi um helgina en þrír fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar eru enn úti.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálpDavíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er í rauninni bara mjög svipuð staða uppi á teningnum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er náttúrulega bara mikið um deilingar og viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum eftir helgina. Og fólk var duglegt við að prenta út og hjálpa okkur að hengja upp bæklinga og annað,“ segir Davíð. „Maður er að verða svolítið uppiskroppa með svör. Þetta er farið að verða svolítið skrýtið.“Lögregla fær ábendingar daglega Fjölskyldan hefur gist á hótelum og leigt íbúðir en hafa einnig fengið inni hjá góðhjörtuðum Írum. Davíð segir boð heimamanna hafa sparað fjölskyldunni mikinn pening en leitin og umstangið í kringum hana hefur reynst afar dýrt. Aðspurður segir Davíð að enn berist ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar. „Það hafa komið margar ábendingar, og eru enn að berast ábendingar sem er verið að vinna úr, en ekkert sem hefur komið okkur á sporið hingað til. Það er vonandi bara tímaspursmál en það koma inn ábendingar daglega, þó það hafi auðvitað dregið úr því.“Þessi mynd úr öryggismyndavél á hóteli Jóns í Dyflinni var birt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall.Erfitt að halda virkri leit áfram Jón Þröstur fór út af hóteli sínu í Dyflinni klukkan ellefu að morgni laugardagsins 9. febrúar. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans síðan. Interpol lýsti í síðustu viku eftir Jóni Þresti að beiðni lögreglu á Írlandi en ekki hefur verið útilokað að hann hafi farið úr landi. Sjálfur telur Davíð það afar ólíklegt. „Bara vegna þess að hann er ekki með skilríki eða gögn á sér. Og miðað við hvernig þetta æxlaðist allt saman, þegar hann fór út og annað, finnst mér það ólíklegt. Það hefði þá verið í einhverju stundarbrjálæði eða allavega mjög illa skipulagt. Þannig að mér finnst það mjög ólíklegt en það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt og það kemur alveg til greina eins og allt annað.“ Davíð gerir ráð fyrir að móðir hans, systir og bróðir, sem enn eru úti í Dyflinni, fundi með lögreglu í dag og fari yfir stöðu mála. Þangað til reyni fjölskyldan að vera sýnileg en á þessum tímapunkti gagnist lítið að leita. „Eins og ég segi, hann gæti verið hvar sem er. Það er erfitt að halda einhverri virkri leit áfram en þetta er aðallega bara að vera til staðar og vera tilbúin og láta á sér bera.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. Davíð Karl Wiium bróðir Jóns Þrastar segir ekkert nýtt að frétta af framgangi rannsóknarinnar en telur þó afar ólíklegt að bróðir sinn hafi farið úr landi. Slík ákvörðun hefði verið tekið í stundarbrjálæði. Davíð segir samtali við Vísi að ekki hafi orðið nýjar vendingar í leitinni síðan fyrir helgi. Sjálfur flaug Davíð heim til Íslands frá Írlandi um helgina en þrír fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar eru enn úti.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálpDavíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er í rauninni bara mjög svipuð staða uppi á teningnum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er náttúrulega bara mikið um deilingar og viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum eftir helgina. Og fólk var duglegt við að prenta út og hjálpa okkur að hengja upp bæklinga og annað,“ segir Davíð. „Maður er að verða svolítið uppiskroppa með svör. Þetta er farið að verða svolítið skrýtið.“Lögregla fær ábendingar daglega Fjölskyldan hefur gist á hótelum og leigt íbúðir en hafa einnig fengið inni hjá góðhjörtuðum Írum. Davíð segir boð heimamanna hafa sparað fjölskyldunni mikinn pening en leitin og umstangið í kringum hana hefur reynst afar dýrt. Aðspurður segir Davíð að enn berist ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar. „Það hafa komið margar ábendingar, og eru enn að berast ábendingar sem er verið að vinna úr, en ekkert sem hefur komið okkur á sporið hingað til. Það er vonandi bara tímaspursmál en það koma inn ábendingar daglega, þó það hafi auðvitað dregið úr því.“Þessi mynd úr öryggismyndavél á hóteli Jóns í Dyflinni var birt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall.Erfitt að halda virkri leit áfram Jón Þröstur fór út af hóteli sínu í Dyflinni klukkan ellefu að morgni laugardagsins 9. febrúar. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans síðan. Interpol lýsti í síðustu viku eftir Jóni Þresti að beiðni lögreglu á Írlandi en ekki hefur verið útilokað að hann hafi farið úr landi. Sjálfur telur Davíð það afar ólíklegt. „Bara vegna þess að hann er ekki með skilríki eða gögn á sér. Og miðað við hvernig þetta æxlaðist allt saman, þegar hann fór út og annað, finnst mér það ólíklegt. Það hefði þá verið í einhverju stundarbrjálæði eða allavega mjög illa skipulagt. Þannig að mér finnst það mjög ólíklegt en það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt og það kemur alveg til greina eins og allt annað.“ Davíð gerir ráð fyrir að móðir hans, systir og bróðir, sem enn eru úti í Dyflinni, fundi með lögreglu í dag og fari yfir stöðu mála. Þangað til reyni fjölskyldan að vera sýnileg en á þessum tímapunkti gagnist lítið að leita. „Eins og ég segi, hann gæti verið hvar sem er. Það er erfitt að halda einhverri virkri leit áfram en þetta er aðallega bara að vera til staðar og vera tilbúin og láta á sér bera.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48
Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00
Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19