Mörg barnanna þekkja ekkert annað en stríð Heimsljós kynnir 19. mars 2019 09:30 Sýrlensk börn. Save the Children „Mörg sýrlensk börn hafa vaxið úr grasi án þess að þekkja nokkuð annað en stríð og þau hafa séð og reynt hluti sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Sýrlensku börnin sem við töluðum við eru óörugg og ein á báti vegna aðskilnaðar frá fjölskyldum sínum. Alþjóðasamfélagið verður að draga til ábyrgðar alla þá sem hafa framið gróft ofbeldi gegn börnum í Sýrlandi í þessu grimmilega stríði,“ segir Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children, í tilefni af Sýrlandsráðstefnunni í síðustu viku sem haldinn var nákvæmlega átta árum eftir að vopnuð átök hófust í Sýrlandi. Helle Thorning-Schmidt hvatti leiðtogana sem hittust í Brussel til að hlusta á börnin í Sýrlandi. „Þrátt fyrir allar þær hörmungar og raunir sem þau hafa gengið í gegnum eru þau bjartsýn og staðráðin í að skapa betri framtíð. Þau krefjast friðar, stöðugleika og menntunar – og það er í höndum þessa fundar á vegum alþjóðasamfélagsins að stuðla að því að svo verði.“Í frétt á vef Barnaheilla segir að í könnun Save the Children komi fram að þriðjungur barna í Sýrlandi upplifi óöryggi „alltaf eða oft“ og börnin séu hrædd og sorgmædd. Þau krefjist friðar og vilji komast aftur í skóla. „Eftir átta ára átök og stríð segist þriðjungur sýrlenskra barna „alltaf eða oft“ finna fyrir óöryggi, neyð og einsemd.“ Niðurstöðurnar eru birtar í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children, A Better Tomorrow: Syria’s Children Have Their Say. Börn í fjórum héruðum í Sýrlandi, sem hafa orðið illa úti í stríðinu, svöruðu spurningalista auk þess sem umræður fóru fram í rýnihópum „Helmingur þeirra barna sem tóku þátt í könnuninni taldi ofbeldi, aðskilnað frá fjölskyldu, eyðileggingu heimilis og innviða auk skort á grunnþjónustu, svo sem menntun og heilsugæslu „mjög alvarlegan“ vanda fyrir þau sjálf og samfélagið. Þrátt fyrir þetta er meirihluti barnanna vongóður um framtíðina og hlutverk sitt í að skapa betra Sýrland svo lengi sem friður og stöðugleiki ríkir. Frá því stríðið í Sýrlandi hófst, fyrir átta árum, hafa fæðst fjórar milljónir barna sem flest þekkja ekkert annað en stríð. Könnunin veitir örlitla innsýn í reynslu barna og þörf er á frekari aðstoð og ráðgjöf til að hægt sé að greina þörf allra barna og samfélaga þeirra fyrir endurhæfingu og bata,“ segir í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent
„Mörg sýrlensk börn hafa vaxið úr grasi án þess að þekkja nokkuð annað en stríð og þau hafa séð og reynt hluti sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Sýrlensku börnin sem við töluðum við eru óörugg og ein á báti vegna aðskilnaðar frá fjölskyldum sínum. Alþjóðasamfélagið verður að draga til ábyrgðar alla þá sem hafa framið gróft ofbeldi gegn börnum í Sýrlandi í þessu grimmilega stríði,“ segir Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children, í tilefni af Sýrlandsráðstefnunni í síðustu viku sem haldinn var nákvæmlega átta árum eftir að vopnuð átök hófust í Sýrlandi. Helle Thorning-Schmidt hvatti leiðtogana sem hittust í Brussel til að hlusta á börnin í Sýrlandi. „Þrátt fyrir allar þær hörmungar og raunir sem þau hafa gengið í gegnum eru þau bjartsýn og staðráðin í að skapa betri framtíð. Þau krefjast friðar, stöðugleika og menntunar – og það er í höndum þessa fundar á vegum alþjóðasamfélagsins að stuðla að því að svo verði.“Í frétt á vef Barnaheilla segir að í könnun Save the Children komi fram að þriðjungur barna í Sýrlandi upplifi óöryggi „alltaf eða oft“ og börnin séu hrædd og sorgmædd. Þau krefjist friðar og vilji komast aftur í skóla. „Eftir átta ára átök og stríð segist þriðjungur sýrlenskra barna „alltaf eða oft“ finna fyrir óöryggi, neyð og einsemd.“ Niðurstöðurnar eru birtar í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children, A Better Tomorrow: Syria’s Children Have Their Say. Börn í fjórum héruðum í Sýrlandi, sem hafa orðið illa úti í stríðinu, svöruðu spurningalista auk þess sem umræður fóru fram í rýnihópum „Helmingur þeirra barna sem tóku þátt í könnuninni taldi ofbeldi, aðskilnað frá fjölskyldu, eyðileggingu heimilis og innviða auk skort á grunnþjónustu, svo sem menntun og heilsugæslu „mjög alvarlegan“ vanda fyrir þau sjálf og samfélagið. Þrátt fyrir þetta er meirihluti barnanna vongóður um framtíðina og hlutverk sitt í að skapa betra Sýrland svo lengi sem friður og stöðugleiki ríkir. Frá því stríðið í Sýrlandi hófst, fyrir átta árum, hafa fæðst fjórar milljónir barna sem flest þekkja ekkert annað en stríð. Könnunin veitir örlitla innsýn í reynslu barna og þörf er á frekari aðstoð og ráðgjöf til að hægt sé að greina þörf allra barna og samfélaga þeirra fyrir endurhæfingu og bata,“ segir í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent