Þvert á kynslóðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. mars 2019 08:00 Fullorðna fólkið segir oft: „Okkur ber skylda til að tryggja ungu fólki von.“ En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil ekki að þið séuð vongóð. Ég vil að þið séuð skelfingu lostin. Ég vil að þið upplifið þá skelfingu sem ég finn fyrir á degi hverjum. Síðan vil ég að þið grípið til aðgerða.“ Þessi orð ungu baráttukonunnar Gretu Thunberg, sem hún lét falla við dræmar viðtökur á viðskiptaráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar, eru viðeigandi heróp á tímum viðvarandi og skæðs andvaraleysis í loftslagsmálum. Á þessari öld skeytingarleysisins er almenningi talin trú um að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum með einföldum, og sannarlega skynsamlegum, lífsstílsbreytingum; með því að hjóla á milli staða, með því að velja sparneytnari ljósaperur, með því að flokka og endurvinna. Á sama tíma stefnum við hraðbyri í átt að tveggja gráðu takmarkinu sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Raunar er það svo, samkvæmt nýjustu úttekt Sameinuðu þjóðanna, að þjóðir heimsins hafa lítið sem ekkert gert á undanförnum árum sem mun hafa teljandi áhrif til hins betra á losun gróðurhúsalofttegunda. Við getum ekki tekist á við yfirvofandi loftslagsbreytingar nema með róttækum og fordæmalausum breytingum á lifnaðarháttum okkar, samfélagi okkar og innviðum þess. Slíkar breytingar verða ekki knúnar áfram af almenningi, heldur af opinberri stefnumótun og áherslum. Sú framtíðarsýn sem blasir við börnum okkar og afkomendum þeirra er skelfileg. Á næstu áratugum munu gjörðir mannanna ógna fæðuöryggi milljarða manna með eyðimerkurmyndun og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, loftmengun mun draga tugi milljóna til dauða árlega, hlýnandi höf ógna kóralrifjum og búsvæðum lífsnauðsynlegra fiskistofna. Sviðsmyndirnar eru sannarlega hörmulegar, en til að eiga möguleika á að bægja frá alvarlegustu afleiðingum loftslagsbreytinga þá þurfum við að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þannig er krafa þeirra ungmenna, sem marserað hafa víða um heim á undanförnum dögum og vikum og krafist aðgerða, með öllu réttmæt. Þau gera þá einföldu og nauðsynlegu kröfu að staðreyndir og veruleiki hnattrænna loftslagsbreytinga verði höfð að leiðarljósi hjá þeim sem við höfum falið að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við fengum. Þetta er ekki ósanngjörn krafa, hún er siðferðilega réttmæt. Engum dylst að verkefnið er sannarlega ærið. Á okkur er gerð sú krafa að fórna þeim stöðugleika sem stór hluti lífs okkar hefur gengið út á að öðlast. Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að ástríða unga fólksins er svo tær, svo einbeitt. Án raunverulegra og tafarlausra aðgerða eru líkur á að okkar verði minnst sem kynslóðarinnar sem kæfði ástríðu barnanna sinna, kynslóðar sinnuleysisins, kynslóðarinnar sem greip ekki til aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fullorðna fólkið segir oft: „Okkur ber skylda til að tryggja ungu fólki von.“ En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil ekki að þið séuð vongóð. Ég vil að þið séuð skelfingu lostin. Ég vil að þið upplifið þá skelfingu sem ég finn fyrir á degi hverjum. Síðan vil ég að þið grípið til aðgerða.“ Þessi orð ungu baráttukonunnar Gretu Thunberg, sem hún lét falla við dræmar viðtökur á viðskiptaráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í janúar, eru viðeigandi heróp á tímum viðvarandi og skæðs andvaraleysis í loftslagsmálum. Á þessari öld skeytingarleysisins er almenningi talin trú um að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum með einföldum, og sannarlega skynsamlegum, lífsstílsbreytingum; með því að hjóla á milli staða, með því að velja sparneytnari ljósaperur, með því að flokka og endurvinna. Á sama tíma stefnum við hraðbyri í átt að tveggja gráðu takmarkinu sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Raunar er það svo, samkvæmt nýjustu úttekt Sameinuðu þjóðanna, að þjóðir heimsins hafa lítið sem ekkert gert á undanförnum árum sem mun hafa teljandi áhrif til hins betra á losun gróðurhúsalofttegunda. Við getum ekki tekist á við yfirvofandi loftslagsbreytingar nema með róttækum og fordæmalausum breytingum á lifnaðarháttum okkar, samfélagi okkar og innviðum þess. Slíkar breytingar verða ekki knúnar áfram af almenningi, heldur af opinberri stefnumótun og áherslum. Sú framtíðarsýn sem blasir við börnum okkar og afkomendum þeirra er skelfileg. Á næstu áratugum munu gjörðir mannanna ógna fæðuöryggi milljarða manna með eyðimerkurmyndun og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, loftmengun mun draga tugi milljóna til dauða árlega, hlýnandi höf ógna kóralrifjum og búsvæðum lífsnauðsynlegra fiskistofna. Sviðsmyndirnar eru sannarlega hörmulegar, en til að eiga möguleika á að bægja frá alvarlegustu afleiðingum loftslagsbreytinga þá þurfum við að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þannig er krafa þeirra ungmenna, sem marserað hafa víða um heim á undanförnum dögum og vikum og krafist aðgerða, með öllu réttmæt. Þau gera þá einföldu og nauðsynlegu kröfu að staðreyndir og veruleiki hnattrænna loftslagsbreytinga verði höfð að leiðarljósi hjá þeim sem við höfum falið að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við fengum. Þetta er ekki ósanngjörn krafa, hún er siðferðilega réttmæt. Engum dylst að verkefnið er sannarlega ærið. Á okkur er gerð sú krafa að fórna þeim stöðugleika sem stór hluti lífs okkar hefur gengið út á að öðlast. Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að ástríða unga fólksins er svo tær, svo einbeitt. Án raunverulegra og tafarlausra aðgerða eru líkur á að okkar verði minnst sem kynslóðarinnar sem kæfði ástríðu barnanna sinna, kynslóðar sinnuleysisins, kynslóðarinnar sem greip ekki til aðgerða.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar