Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2019 07:15 Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Vísir/Getty Ósk um að fá brjóstamjólk að gjöf vegna veiks barns í Reykjavík hefur komið inn á nokkra mömmuhópa á Facebook upp á síðkastið. Landspítalinn segir hins vegar ekkert vitað um þetta barn og að þessi mjólkursöfnun sé ekki á þeirra vegum. Á sama tíma hefur brjóstamjólk orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna. Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Það hrjáist áf sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi því að að það þurfi á brjóstamjólk að halda því það geti ekki drukkið þurrmjólk af neinu tagi. Því sé mikilvægt, vegna veikinda barnsins, að það fái hreina brjóstamjólk. Þegar mæður hafi reynt að kanna málið nánar hafi milliliður átt að ná í brjóstamjólkina og koma henni áleiðis. Ekki var hægt að komast beint í samband við þessa fjölskyldu sem átti að eiga þetta veika barn. Brjóstamjólk hefur upp á síðkastið orðið vinsæl vara meðal kraftlyftingafólks og/eða áhugafólks um vaxtarrækt sem telur að með því að neyta brjóstamjólkur hraði það uppbyggingu vöðva. Víða erlendis er hægt að verða sér úti um vöruna gegn greiðslu. Brjóstamjólk er hins vegar ekki svo mikill undradrykkur fyrir uppbyggingu vöðva fullorðinna að það þurfi að verða sér úti um slíkan drykk á fölskum forsendum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga Landspítalans, segir að spítalinn hafi fengið fyrirspurnir þar sem þessi saga hafi verið sögð, að um veikt barn sé að ræða. „Það eru tvær mögulegar skýringar á þessu. Annars vegar að það sé í raun barn hér einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu með sjúkdóm sem spítalinn viti ekki um og þá er mikilvægt að koma því undir læknishendur,“ segir Jón Magnús. „Hin skýringin er sú að einhverjir séu að reyna að komast yfir brjóstamjólk í einhverjum öðrum tilgangi.“ Hér á landi er rekinn brjóstamjólkurbanki á vökudeild Landspítalans. Sú mjólk kemur öll frá Danmörku. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar Landspítalans, segir þá mjólk gefna á sjúkrahúsinu og fari ekki út úr húsi. Henni sé ekki kunnugt um að veikt barn sé í Reykjavík og þurfi á brjóstamjólk að halda. „Við rekum okkar eigin banka og við stöndum ekki í því að safna saman brjóstamjólk hér á landi,“ segir Margrét. Rétt er að benda fólki á að ef einhver þurfi á brjóstamjólk að halda vegna veikinda barns er hægt að hafa samband við vökudeild Landspítalans sem metur hvert tilfeli fyrir sig. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Ósk um að fá brjóstamjólk að gjöf vegna veiks barns í Reykjavík hefur komið inn á nokkra mömmuhópa á Facebook upp á síðkastið. Landspítalinn segir hins vegar ekkert vitað um þetta barn og að þessi mjólkursöfnun sé ekki á þeirra vegum. Á sama tíma hefur brjóstamjólk orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna. Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Það hrjáist áf sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi því að að það þurfi á brjóstamjólk að halda því það geti ekki drukkið þurrmjólk af neinu tagi. Því sé mikilvægt, vegna veikinda barnsins, að það fái hreina brjóstamjólk. Þegar mæður hafi reynt að kanna málið nánar hafi milliliður átt að ná í brjóstamjólkina og koma henni áleiðis. Ekki var hægt að komast beint í samband við þessa fjölskyldu sem átti að eiga þetta veika barn. Brjóstamjólk hefur upp á síðkastið orðið vinsæl vara meðal kraftlyftingafólks og/eða áhugafólks um vaxtarrækt sem telur að með því að neyta brjóstamjólkur hraði það uppbyggingu vöðva. Víða erlendis er hægt að verða sér úti um vöruna gegn greiðslu. Brjóstamjólk er hins vegar ekki svo mikill undradrykkur fyrir uppbyggingu vöðva fullorðinna að það þurfi að verða sér úti um slíkan drykk á fölskum forsendum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga Landspítalans, segir að spítalinn hafi fengið fyrirspurnir þar sem þessi saga hafi verið sögð, að um veikt barn sé að ræða. „Það eru tvær mögulegar skýringar á þessu. Annars vegar að það sé í raun barn hér einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu með sjúkdóm sem spítalinn viti ekki um og þá er mikilvægt að koma því undir læknishendur,“ segir Jón Magnús. „Hin skýringin er sú að einhverjir séu að reyna að komast yfir brjóstamjólk í einhverjum öðrum tilgangi.“ Hér á landi er rekinn brjóstamjólkurbanki á vökudeild Landspítalans. Sú mjólk kemur öll frá Danmörku. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar Landspítalans, segir þá mjólk gefna á sjúkrahúsinu og fari ekki út úr húsi. Henni sé ekki kunnugt um að veikt barn sé í Reykjavík og þurfi á brjóstamjólk að halda. „Við rekum okkar eigin banka og við stöndum ekki í því að safna saman brjóstamjólk hér á landi,“ segir Margrét. Rétt er að benda fólki á að ef einhver þurfi á brjóstamjólk að halda vegna veikinda barns er hægt að hafa samband við vökudeild Landspítalans sem metur hvert tilfeli fyrir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23