Togstreita ljóss og myrkurs, en hvað svo? Jónas Sen skrifar 19. mars 2019 07:15 Tónlist Karólínu Eiríksdóttur var einbeitt og full af ákafa, segir gagnrýnandi. Verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þorstein Hauksson, Önnu Þorvaldsdóttur og John A. Speight. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Anna-Maria Helsing stjórnaði. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 14. mars Frægasta tokkata tónbókmenntanna er án efa Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach. Hún lék stórt hlutverk í Fantasíu Walts Disney, þessari gömlu. Í Fantasíu sá maður fiðluboga svífa uppi í skýjuðum himni í hljómfalli við tokkötu Bachs. Upplifunin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið var ekki eins ævintýraleg, en dagskráin byrjaði einmitt á tokkötu, að þessu sinni eftir Karólínu Eiríksdóttur. Engir fiðlubogar svifu í loftinu, en tónlistin var þrátt fyrir það afar skemmtileg. Kraftmiklir slagverkskaflar kölluðust á við langa hljóma, sem í fyrstu voru fábrotnir og naktir, en tóku mjög fljótt á sig þykkari áferð. Í heild var tónlistin einbeitt og full af ákafa, nánast þráhyggjukennd. Leikur hjómsveitarinnar var glæsilegur undir stjórn Önnu-Mariu Helsing. Slagverkið var nákvæmt og kröftugt, þykku hljómarnir mótaðir af nostursemi. Næsta verk á efnisskránni orkaði meira tvímælis. Þetta var sinfónía nr. 2 eftir Þorstein Hauksson. Hún var í átta köflum sem allir munu hafa verið innblásnir af japönskum hækum. Í takt við það var yfirbragð tónlistarinnar austurlenskt á einhvern óljósan máta. Harpa, selesta og skylt slagverk var áberandi, sem skapaði framandi andrúmsloft. Megináherslan var á mýkt og fíngerð blæbrigði; hið smáa var í forgrunni, en lítið um stóra drætti. Útkoman var ávallt áhugaverð, en samt nokkuð sundurlaus. Það vantaði heildarmynd, þráð sem tengdi stuttu kaflana. Tónlistin var meira eins og safn af smáverkum fremur en sinfónía – og svo var hún allt í einu búin. Endirinn var óneitanlega snubbóttur. Eftir hlé var komið að Illumine eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þar tókust á tvær andstæður, annars vegar kyrrir, tærir hljómar; hins vegar falskir tónar. Í tónleikaskránni stóð að verkið byggist á hugmyndinni um togstreitu ljóss og myrkur, og það var auðheyrt á tónleikunum. Úrvinnslan var þó alltaf mjög einföld, það gerðist ekki mikið, þetta var stemningsverk frekar en frásögn. Ekki var laust við að maður hugsaði: Og hvað svo? Lokatónsmíðin var sinfónía nr. 5 eftir John A. Speight. Ólík þeirri á undan var tónmálið viðburðaríkt, sífellt var eitthvað að gerast, framvindan var hröð og þrungin ákefð. Tónskáldið skrifaði af mikilli kunnáttu fyrir hljómsveitina, raddsetningin var litrík og rafmögnuð. Heildarbyggingin var samt ekki nægilega vel heppnuð. Aðalkaflarnir voru fjórir og þeir voru allir ágætlega skrifaðir. Inn á milli voru aftur á móti þrjú millispil, hugsuð sem mótvægi við hraðann og ofsann í meginþáttunum. Millispilin voru dapurlegir einleiksþættir, þ.e. eitt hljóðfæri var í aðalhlutverki, en undirleikurinn aðeins ofurveikur þytur. Laglínurnar voru fráhrindandi og samspil þeirra við niðinn í restinni af hljómsveitinni var ekki áhrifaríkt. Niðurinn gerði ekkert fyrir laglínuna. Útkoman var því ekki eins og flott og hún hefði getað verið. Almennt talað var leikur hljómsveitarinnar góður á tónleikunum. Eitt millispilið í síðasta verkinu hálfpartinn misheppnaðist reyndar, en það var ekki hreint. Í það heila var spilamennskan þó snörp og nákvæm, heildarhljómurinn samtaka og í góðu jafnvægi. Verst að það dugði sjaldnast til. Jónas Sen Niðurstaða: Áhugaverð en ekki gallalaus dagskrá. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þorstein Hauksson, Önnu Þorvaldsdóttur og John A. Speight. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Anna-Maria Helsing stjórnaði. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 14. mars Frægasta tokkata tónbókmenntanna er án efa Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach. Hún lék stórt hlutverk í Fantasíu Walts Disney, þessari gömlu. Í Fantasíu sá maður fiðluboga svífa uppi í skýjuðum himni í hljómfalli við tokkötu Bachs. Upplifunin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið var ekki eins ævintýraleg, en dagskráin byrjaði einmitt á tokkötu, að þessu sinni eftir Karólínu Eiríksdóttur. Engir fiðlubogar svifu í loftinu, en tónlistin var þrátt fyrir það afar skemmtileg. Kraftmiklir slagverkskaflar kölluðust á við langa hljóma, sem í fyrstu voru fábrotnir og naktir, en tóku mjög fljótt á sig þykkari áferð. Í heild var tónlistin einbeitt og full af ákafa, nánast þráhyggjukennd. Leikur hjómsveitarinnar var glæsilegur undir stjórn Önnu-Mariu Helsing. Slagverkið var nákvæmt og kröftugt, þykku hljómarnir mótaðir af nostursemi. Næsta verk á efnisskránni orkaði meira tvímælis. Þetta var sinfónía nr. 2 eftir Þorstein Hauksson. Hún var í átta köflum sem allir munu hafa verið innblásnir af japönskum hækum. Í takt við það var yfirbragð tónlistarinnar austurlenskt á einhvern óljósan máta. Harpa, selesta og skylt slagverk var áberandi, sem skapaði framandi andrúmsloft. Megináherslan var á mýkt og fíngerð blæbrigði; hið smáa var í forgrunni, en lítið um stóra drætti. Útkoman var ávallt áhugaverð, en samt nokkuð sundurlaus. Það vantaði heildarmynd, þráð sem tengdi stuttu kaflana. Tónlistin var meira eins og safn af smáverkum fremur en sinfónía – og svo var hún allt í einu búin. Endirinn var óneitanlega snubbóttur. Eftir hlé var komið að Illumine eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þar tókust á tvær andstæður, annars vegar kyrrir, tærir hljómar; hins vegar falskir tónar. Í tónleikaskránni stóð að verkið byggist á hugmyndinni um togstreitu ljóss og myrkur, og það var auðheyrt á tónleikunum. Úrvinnslan var þó alltaf mjög einföld, það gerðist ekki mikið, þetta var stemningsverk frekar en frásögn. Ekki var laust við að maður hugsaði: Og hvað svo? Lokatónsmíðin var sinfónía nr. 5 eftir John A. Speight. Ólík þeirri á undan var tónmálið viðburðaríkt, sífellt var eitthvað að gerast, framvindan var hröð og þrungin ákefð. Tónskáldið skrifaði af mikilli kunnáttu fyrir hljómsveitina, raddsetningin var litrík og rafmögnuð. Heildarbyggingin var samt ekki nægilega vel heppnuð. Aðalkaflarnir voru fjórir og þeir voru allir ágætlega skrifaðir. Inn á milli voru aftur á móti þrjú millispil, hugsuð sem mótvægi við hraðann og ofsann í meginþáttunum. Millispilin voru dapurlegir einleiksþættir, þ.e. eitt hljóðfæri var í aðalhlutverki, en undirleikurinn aðeins ofurveikur þytur. Laglínurnar voru fráhrindandi og samspil þeirra við niðinn í restinni af hljómsveitinni var ekki áhrifaríkt. Niðurinn gerði ekkert fyrir laglínuna. Útkoman var því ekki eins og flott og hún hefði getað verið. Almennt talað var leikur hljómsveitarinnar góður á tónleikunum. Eitt millispilið í síðasta verkinu hálfpartinn misheppnaðist reyndar, en það var ekki hreint. Í það heila var spilamennskan þó snörp og nákvæm, heildarhljómurinn samtaka og í góðu jafnvægi. Verst að það dugði sjaldnast til. Jónas Sen Niðurstaða: Áhugaverð en ekki gallalaus dagskrá.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira