Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2019 21:32 Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Ísland, Noregur og Bretland hafa lokið samningaviðræðum um bráðabirgða fríverslunarsamning vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr ESB án útgöngusamnings. Samningurinn sem löndin komu sér saman um í gærkvöldi tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla, viðskipta og réttindi borgara í öllum grundvallaratriðum. Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður fyrir íslensk fyrirtæki en samningurinn tryggir áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands á sömu tollkjörum og gilda í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að samningurinn hafi legið fyrir í einhvern tíma hvað Ísland varðar en bætir við að hann hafi verið að bíða eftir að fulltrúar Noregs og Bretlands næðu að hnýta lausa enda. Það hafi náðst í kvöld. „Réttindi borgaranna eru tryggð bæði Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi og sömuleiðis loftferðirnar, sem er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, og núna vöruviðskiptin þannig að við erum búin að hnýta alla þá enda sem við mögulega getum,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist hafa verið að undirbúa þjóðina fyrir mismunandi sviðsmyndir sem fylgir óvissunni sem hefur verið uppi í tengslum við Brexit. Hann segir að það sé þó nokkuð síðan Ísland kláraði samninga við Breta ef þeir færu úr ESB með samning en bætir við að í kvöld hefðu náðst samningar þess efnis að tryggja óbreytt fyrirkomulag fari það svo að Bretar fari úr ESB án samnings. Guðlaugur kemur til með að skrifa undir samninginn á næstu dögum.BREAKING: Our negotiators have just initialled a trade agreement with Iceland & Norway for the European Economic Area. This is the 2nd biggest agreement we're rolling over and trade with EEA is worth nearly £30bn. This is on top of the agreement we’ve signed with Liechtenstein. — Dr Liam Fox MP (@LiamFox) March 18, 2019 „Hvort sem þeir fara út með eða án samnings þá erum við búin að tryggja stöðu okkar eins mikið og hægt er þó við ráðum auðvitað ekki hvað kemur upp á milli ESB og Bretlands. Síðan munum við gera framtíðarsamning við Breta því við viljum styrkja enn frekar samskipti þjóðanna og það er vilji beggja aðila.“ Guðlaugur segist vera afar ánægður með samstarfið við Breta og er það til efs að það hafi nokkurn tíman verið jafn gott og nú. Nú sé Ísland búið að tryggja réttindi sín til skamms tíma en næsta verkefni er að ganga frá framtíðarsamningi við Breta. „Það er verkefni sem við hlökkum til að takast á við. Samstarfið er búið að vera mjög gott. Við erum búin að ganga frá því sem þarf að gera, sama hvaða sviðsmynd kemur upp og það er alveg skýr vilji frá báðum aðilum til að styrkja samstarf þjóðanna enn frekar með framtíðarsamningi,“ segir Guðlaugur. Bretland Brexit Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ísland, Noregur og Bretland hafa lokið samningaviðræðum um bráðabirgða fríverslunarsamning vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr ESB án útgöngusamnings. Samningurinn sem löndin komu sér saman um í gærkvöldi tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla, viðskipta og réttindi borgara í öllum grundvallaratriðum. Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður fyrir íslensk fyrirtæki en samningurinn tryggir áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands á sömu tollkjörum og gilda í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að samningurinn hafi legið fyrir í einhvern tíma hvað Ísland varðar en bætir við að hann hafi verið að bíða eftir að fulltrúar Noregs og Bretlands næðu að hnýta lausa enda. Það hafi náðst í kvöld. „Réttindi borgaranna eru tryggð bæði Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi og sömuleiðis loftferðirnar, sem er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, og núna vöruviðskiptin þannig að við erum búin að hnýta alla þá enda sem við mögulega getum,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist hafa verið að undirbúa þjóðina fyrir mismunandi sviðsmyndir sem fylgir óvissunni sem hefur verið uppi í tengslum við Brexit. Hann segir að það sé þó nokkuð síðan Ísland kláraði samninga við Breta ef þeir færu úr ESB með samning en bætir við að í kvöld hefðu náðst samningar þess efnis að tryggja óbreytt fyrirkomulag fari það svo að Bretar fari úr ESB án samnings. Guðlaugur kemur til með að skrifa undir samninginn á næstu dögum.BREAKING: Our negotiators have just initialled a trade agreement with Iceland & Norway for the European Economic Area. This is the 2nd biggest agreement we're rolling over and trade with EEA is worth nearly £30bn. This is on top of the agreement we’ve signed with Liechtenstein. — Dr Liam Fox MP (@LiamFox) March 18, 2019 „Hvort sem þeir fara út með eða án samnings þá erum við búin að tryggja stöðu okkar eins mikið og hægt er þó við ráðum auðvitað ekki hvað kemur upp á milli ESB og Bretlands. Síðan munum við gera framtíðarsamning við Breta því við viljum styrkja enn frekar samskipti þjóðanna og það er vilji beggja aðila.“ Guðlaugur segist vera afar ánægður með samstarfið við Breta og er það til efs að það hafi nokkurn tíman verið jafn gott og nú. Nú sé Ísland búið að tryggja réttindi sín til skamms tíma en næsta verkefni er að ganga frá framtíðarsamningi við Breta. „Það er verkefni sem við hlökkum til að takast á við. Samstarfið er búið að vera mjög gott. Við erum búin að ganga frá því sem þarf að gera, sama hvaða sviðsmynd kemur upp og það er alveg skýr vilji frá báðum aðilum til að styrkja samstarf þjóðanna enn frekar með framtíðarsamningi,“ segir Guðlaugur.
Bretland Brexit Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47
Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30
Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43