Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 12:18 Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett skammt frá torginu þar sem árásin var gerð í morgun. Mynd/Aðsend Íslenskur námsmáður í hollensku borginni Utrecht, þar sem gerð var mannskæð skotárás í sporvagni í morgun, segir óþægilegt að vita af því að vinkona hennar hafi verið á vettvangi árásarinnar í morgun. Utrecht sé jafnframt afar friðsæl borg og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. Árásarmaður hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, í morgun. Þegar þetta er ritað er minnst einn sagður hafa látist í árásinni og sex eru særðir. Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett í grennd við torgið þar sem árásin var gerð í morgun en var mætt í skólann þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegi. Guðrún segist hafa fengið litlar upplýsingar um árásina frá yfirvöldum framan af morgni en nú skömmu fyrir klukkan 12 að íslenskum tíma var skólanum lokað. „Búið að stigmagnast heldur núna, búið að loka öllum skólanum. Enginn kemst út eða inn,“ segir Guðrún.Frá vettvangi í Utrecht í morgun.EPA/EFEÓhugnanlegt að vita ekki neitt Þá segir hún það afar óþægilegt að vita til þess að árásin hafi verið gerð svo nærri heimili hennar. „Mjög óþægilegt. Vinkona mín var þarna í morgun og mér finnst það líka ótrúlega óþægilegt. Og það er ekki búið að ná þessum manni, eða mönnum, og það er líka mjög óhugnanlegt. Að vita ekki neitt.“ Aðspurð segir Guðrún Utrecht afar friðsæla borg. Það hafi því komið henni á óvart að frétta af árásinni innan borgarmarkanna. „Já, mjög friðsæl. Þetta er svona eins og lítil Amsterdam, mjög kósí og hugguleg borg. Mér finnst aldrei neitt gerast hérna, svo kemur þetta. Það kom mér mjög á óvart.“ Öryggisgæsla hefur verið aukin í Hollandi í kjölfar árásarinnar, til dæmis á flugvöllum og í skólum. Þá hefur mikill viðbúnaður lögreglu verið við torgið þar sem árásin var gerð en árásarmaðurinn er sagður hafa flúið vettvang á rauðum bíl. Holland Tengdar fréttir Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Íslenskur námsmáður í hollensku borginni Utrecht, þar sem gerð var mannskæð skotárás í sporvagni í morgun, segir óþægilegt að vita af því að vinkona hennar hafi verið á vettvangi árásarinnar í morgun. Utrecht sé jafnframt afar friðsæl borg og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. Árásarmaður hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, í morgun. Þegar þetta er ritað er minnst einn sagður hafa látist í árásinni og sex eru særðir. Guðrún Þorsteinsdóttir stundar nám við Háskólann í Utrecht. Hún er búsett í grennd við torgið þar sem árásin var gerð í morgun en var mætt í skólann þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegi. Guðrún segist hafa fengið litlar upplýsingar um árásina frá yfirvöldum framan af morgni en nú skömmu fyrir klukkan 12 að íslenskum tíma var skólanum lokað. „Búið að stigmagnast heldur núna, búið að loka öllum skólanum. Enginn kemst út eða inn,“ segir Guðrún.Frá vettvangi í Utrecht í morgun.EPA/EFEÓhugnanlegt að vita ekki neitt Þá segir hún það afar óþægilegt að vita til þess að árásin hafi verið gerð svo nærri heimili hennar. „Mjög óþægilegt. Vinkona mín var þarna í morgun og mér finnst það líka ótrúlega óþægilegt. Og það er ekki búið að ná þessum manni, eða mönnum, og það er líka mjög óhugnanlegt. Að vita ekki neitt.“ Aðspurð segir Guðrún Utrecht afar friðsæla borg. Það hafi því komið henni á óvart að frétta af árásinni innan borgarmarkanna. „Já, mjög friðsæl. Þetta er svona eins og lítil Amsterdam, mjög kósí og hugguleg borg. Mér finnst aldrei neitt gerast hérna, svo kemur þetta. Það kom mér mjög á óvart.“ Öryggisgæsla hefur verið aukin í Hollandi í kjölfar árásarinnar, til dæmis á flugvöllum og í skólum. Þá hefur mikill viðbúnaður lögreglu verið við torgið þar sem árásin var gerð en árásarmaðurinn er sagður hafa flúið vettvang á rauðum bíl.
Holland Tengdar fréttir Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52