Messan sem verður klukkan 13:00 er fyrst og fremst ætluð bændum og búaliði þar sem Séra Önundur ætlar að messa yfir bændum, auk þess sem Elvar Eyvindsson, bónda á Skíðbakka í Austur-Landeyjum verður ræðumaður dagsins. Séra Önundi þykir einstaklega vænt um bændur.
„Það hefur vakið athygli mína hvað þessir menn og hvað þetta fólk vinnur myrkranna á milli við bústörf sín. Mér finnst bændur svolítið misskildir, bæði af hálfu stjórnvalda og jafnvel neytenda. Menn horfa á dýrar landbúnaðarvörur í verslunum og hugsa með sér, ja, það er naumast að bændurnir fái af þessu. Mergurinn málsins er sá að það eru einmitt milliliðirnir og smásalarnir, sem hirða allan arðinn af þessu, bændurnir fá sáralítið“, segir Önundur.

„Gunnar er nú sennilega frægasti bóndi hér um slóðir og þó víðar væri leitað“, segir Önundur.