Það var mikið um gleði og dýrðir og mennirnir á bak við tjöldin brugðu á leik.
Tindastóll var besta lið landsins fyrir áramót og var á toppi deildarinnar eftir fyrri hlutan. Eftir áramót hefur hins vegar lítið gengið hjá liðinu.
Stefán Snær Geirmundsson, klippari Körfuboltakvölds, bjó til ansi skemmtilegt myndband af vetri Stólanna, svokallað Bold and the Beautiful: Tindastóll edition.
Stórskemmtilega útkomuna má sjá hér.