Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 12:45 Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00