Umfjöllun og viðtöl: Akureyri 25-23 Grótta | Akureyri sigraði botnslaginn Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. mars 2019 19:15 Akureyri lagði Gróttu að velli í dag. vísir/daníel Akureyri Handboltafélag vann tveggja marka sigur á Gróttu, 25-23, í uppgjöri tveggja neðstu liða Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Heimamenn byrjuðu leikinn af fítonskrafti og duldist engum að þeir gerðu sér grein fyrir mikilvægi leiksins. Gestirnir virtust ekki með það á hreinu og lentu hreinlega á vegg í upphafi leiks. Grótta skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum en á sama tíma gerðu Akureyringar sjö mörk. Gestirnir rönkuðu aðeins við sér um miðbik hálfleiksins en heimamenn höfðu engu að síður sex marka forystu í leikhléi, 16-10. Þrátt fyrir yfirburði Akureyrar í fyrri hálfleik varð síðari hálfleikurinn æsispennandi. Það var allt annað að sjá til gestanna í upphafi síðari hálfleiks og eftir 40 mínútna leik var staðan orðin 17-16. Í kjölfarið kom skjálfti í heimamenn sem léku án sinna tveggja skærustu stjarna þar sem Igor Kopyshinskyi og Hafþór Már Vignisson voru fjarri góðu gamni í dag. Gróttumenn náðu hins vegar aldrei að komast nær en einu marki frá Akureyringum og fór að lokum svo að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 25-23.Afhverju vann Akureyri? Akureyringar lögðu grunninn að sigrinum með frábærri spilamennsku í fyrri hálfleik þar sem gestirnir voru ekkert nema áhorfendur á besta stað. Munurinn hefði hæglega getað verið meiri en sex mörk í hálfleik. Hins vegar verður að gefa Gróttu prik fyrir að sýna karakter í síðari hálfleik og ná að gera þetta að leik. Engu að síður óafsakanlegt að mæta svona til leiks þegar spilað er upp á líf og dauða í deild þeirra bestu. Það tók mikla orku að vinna sig aftur inn í leikinn og augljóst að Grótta átti lítið eftir á tankinum á lokamínútum leiksins.Bestu menn vallarins Leikmenn Akureyrar áttu frekar kaflaskiptan leik. Patrekur Stefánsson og Arnar Þór Fylkisson voru frábærir í fyrri hálfleik þegar Akureyri lagði grunninn að sigrinum en það voru svo þeir Leonid Mykhailiutenko og Marius Aleksejev sem stigu upp á lokakaflanum. Þá er ótalinn vinstri hornamaðurinn ungi, Jóhann Geir Sævarsson. Sá steig upp í fjarveru Igor Kopyshinskyi. Ekki auðvelt skarð að fylla enda margir á því að þar fari besti hornamaður deildarinnar. Jóhann Geir skoraði 5 mörk en þrjú þeirra komu þegar sóknarleikur Akureyrar gekk hvað verst. Mikilvægt. Besti kafli Gróttu kom í upphafi síðari hálfleiks en það var einmitt í kjölfar þess að Hreiðar Levý Guðmundsson fór að láta til sín taka á milli stanganna. Í sókninni dróg Daði Laxdal Gautason vagninn.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu var hreinasta hörmung, sérstaklega í upphafi leiks. Akureyringar voru vissulega ákveðnir í sínum varnarleik og í miklum baráttuhug en Gróttumenn voru ekki að reyna mikið á þá. Það segir kannski ýmislegt um sóknarleik Gróttu að tveir markahæstu leikmenn þeirra í dag, Daði Laxdal Gautason og Arnar Jón Agnarsson, ætluðu sér ekki að vera í handbolta í vetur en eru skyndilega í algjörum lykilhlutverkum í Olís-deildinni. Þetta var fyrsti leikur Daða í vetur.Hvað er næst? Áfram halda liðin að berjast fyrir lífi sínu en næsti leikur Akureyrar er útileikur gegn Val næstkomandi mánudag. Grótta heimsækir Stjörnuna degi fyrr, á sunnudag. Geir Sveins: Strákarnir sýndu hvað þeir getaGeir Sveinsson er mættur í Olís-deild karla.vísir/skjáskot„Gríðarlega ánægður með að ná í stig. Þetta gengur út á það og okkur bráðvantar stig. Þetta var gífurlega mikilvægt og mikilvægt fyrir drengina að fá þessa tilfinningu aftur,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Akureyrar, í leikslok en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. Geir var mjög ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleiknum þar sem liðið byggði upp sex marka forskot en um seinni hálfleikinn hafði hann þetta að segja. „Það var horfið á 10-12 mínútum. Við ræddum það sérstaklega í hálfleiknum að byrja seinni hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Við lendum svo í því að vera einum færri í fjórar mínútur á þessum upphafskafla. Við vorum sjálfum okkur verstir á þessum tímapunkti og áræðnin hvarf. Kannski ætluðu menn sér að verja eitthvað sem er handónýtt í handbolta. En leikmenn sýndu mikinn karakter í að koma til baka og klára leikinn með sóma.“ „Þetta gefur okkur vonandi sjálfstraust. Strákarnir sýndu hvað þeir geta og drógu fram þessa löngun í að vinna leikina sem hefur kannski vantað stundum,“ sagði Geir. Akureyri lék án tveggja markahæstu manna liðsins í vetur þar sem þeir Hafþór Már Vignisson og Igor Kopyshinskyi voru fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Geir reiknar með að þeir verði búnir að jafna sig fyrir næsta leik liðsins en hrósaði öðrum leikmönnum fyrir að stíga upp í fjarveru þeirra. „Við höfðum tvær æfingar fyrir þennan leik til að undirbúa okkur eftir ÍBV leikinn. Þeir meiddust báðir í ÍBV leiknum. Það reyndist okkur dýrt í þeim leik. Við vissum að Igor yrði ekki með í dag og við vonuðumst til að Hafþór gæti eitthvað spilað en hann gat ekkert æft fyrir leikinn og gat ekki verið með í dag heldur.“ „Það er mikilvægt fyrir drengina að hafa trú á sér og í dag stigu aðrir leikmenn upp. Það gerist oft í svona aðstæðum en ég á ekki von á öðru en að þeir verði klárir í næsta leik,“ segir Geir. Einar Jóns: Ekki sjálfum okkur líkir varnarlegaEinar Jónssonvísir/daníelEinar Jónsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll en yfirvegaður í leikslok og átti erfitt með að útskýra frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik. „Ég er alls ekki sáttur. Við vorum mjög lélegir í fyrri hálfleik og svo nýtum við ekki móment í seinni hálfleik til að jafna og komast yfir. Þetta var bara alls ekki gott.“ „Ef ég vissi það hefði ég leyst það. Ég tók tvö leikhlé. Við vorum ekki sjálfum okkur líkir varnarlega en það hefur verið okkar helsti styrkleiki. Þar af leiðandi var engin markvarsla í fyrri hálfleik. Við breyttum svo um vörn og það gekk vel. Sóknarlega hef ég ekki tölu á þeim dauðafærum sem við klikkum í fyrri hálfleik, tvö víti og fleira,“ segir Einar. Hann gerir sér grein fyrir því að liðið hans er ekki í góðri stöðu fyrir síðustu fjórar umferðirnar í deildinni. „Það þýðir ekkert að fara í kringum það. Við erum neðstir og það eru fjórir leikir eftir. Við þurfum fimm eða sex stig til að lifa þetta af og ég hefði viljað tvö stig hérna í dag. Það þýðir ekkert að hætta eða gefast upp. Við þurfum að halda áfram og meðan að við erum tölfræðilega á lífi er það bara áfram gakk,“ segir Einar. Olís-deild karla
Akureyri Handboltafélag vann tveggja marka sigur á Gróttu, 25-23, í uppgjöri tveggja neðstu liða Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Heimamenn byrjuðu leikinn af fítonskrafti og duldist engum að þeir gerðu sér grein fyrir mikilvægi leiksins. Gestirnir virtust ekki með það á hreinu og lentu hreinlega á vegg í upphafi leiks. Grótta skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum en á sama tíma gerðu Akureyringar sjö mörk. Gestirnir rönkuðu aðeins við sér um miðbik hálfleiksins en heimamenn höfðu engu að síður sex marka forystu í leikhléi, 16-10. Þrátt fyrir yfirburði Akureyrar í fyrri hálfleik varð síðari hálfleikurinn æsispennandi. Það var allt annað að sjá til gestanna í upphafi síðari hálfleiks og eftir 40 mínútna leik var staðan orðin 17-16. Í kjölfarið kom skjálfti í heimamenn sem léku án sinna tveggja skærustu stjarna þar sem Igor Kopyshinskyi og Hafþór Már Vignisson voru fjarri góðu gamni í dag. Gróttumenn náðu hins vegar aldrei að komast nær en einu marki frá Akureyringum og fór að lokum svo að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 25-23.Afhverju vann Akureyri? Akureyringar lögðu grunninn að sigrinum með frábærri spilamennsku í fyrri hálfleik þar sem gestirnir voru ekkert nema áhorfendur á besta stað. Munurinn hefði hæglega getað verið meiri en sex mörk í hálfleik. Hins vegar verður að gefa Gróttu prik fyrir að sýna karakter í síðari hálfleik og ná að gera þetta að leik. Engu að síður óafsakanlegt að mæta svona til leiks þegar spilað er upp á líf og dauða í deild þeirra bestu. Það tók mikla orku að vinna sig aftur inn í leikinn og augljóst að Grótta átti lítið eftir á tankinum á lokamínútum leiksins.Bestu menn vallarins Leikmenn Akureyrar áttu frekar kaflaskiptan leik. Patrekur Stefánsson og Arnar Þór Fylkisson voru frábærir í fyrri hálfleik þegar Akureyri lagði grunninn að sigrinum en það voru svo þeir Leonid Mykhailiutenko og Marius Aleksejev sem stigu upp á lokakaflanum. Þá er ótalinn vinstri hornamaðurinn ungi, Jóhann Geir Sævarsson. Sá steig upp í fjarveru Igor Kopyshinskyi. Ekki auðvelt skarð að fylla enda margir á því að þar fari besti hornamaður deildarinnar. Jóhann Geir skoraði 5 mörk en þrjú þeirra komu þegar sóknarleikur Akureyrar gekk hvað verst. Mikilvægt. Besti kafli Gróttu kom í upphafi síðari hálfleiks en það var einmitt í kjölfar þess að Hreiðar Levý Guðmundsson fór að láta til sín taka á milli stanganna. Í sókninni dróg Daði Laxdal Gautason vagninn.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu var hreinasta hörmung, sérstaklega í upphafi leiks. Akureyringar voru vissulega ákveðnir í sínum varnarleik og í miklum baráttuhug en Gróttumenn voru ekki að reyna mikið á þá. Það segir kannski ýmislegt um sóknarleik Gróttu að tveir markahæstu leikmenn þeirra í dag, Daði Laxdal Gautason og Arnar Jón Agnarsson, ætluðu sér ekki að vera í handbolta í vetur en eru skyndilega í algjörum lykilhlutverkum í Olís-deildinni. Þetta var fyrsti leikur Daða í vetur.Hvað er næst? Áfram halda liðin að berjast fyrir lífi sínu en næsti leikur Akureyrar er útileikur gegn Val næstkomandi mánudag. Grótta heimsækir Stjörnuna degi fyrr, á sunnudag. Geir Sveins: Strákarnir sýndu hvað þeir getaGeir Sveinsson er mættur í Olís-deild karla.vísir/skjáskot„Gríðarlega ánægður með að ná í stig. Þetta gengur út á það og okkur bráðvantar stig. Þetta var gífurlega mikilvægt og mikilvægt fyrir drengina að fá þessa tilfinningu aftur,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Akureyrar, í leikslok en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. Geir var mjög ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleiknum þar sem liðið byggði upp sex marka forskot en um seinni hálfleikinn hafði hann þetta að segja. „Það var horfið á 10-12 mínútum. Við ræddum það sérstaklega í hálfleiknum að byrja seinni hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Við lendum svo í því að vera einum færri í fjórar mínútur á þessum upphafskafla. Við vorum sjálfum okkur verstir á þessum tímapunkti og áræðnin hvarf. Kannski ætluðu menn sér að verja eitthvað sem er handónýtt í handbolta. En leikmenn sýndu mikinn karakter í að koma til baka og klára leikinn með sóma.“ „Þetta gefur okkur vonandi sjálfstraust. Strákarnir sýndu hvað þeir geta og drógu fram þessa löngun í að vinna leikina sem hefur kannski vantað stundum,“ sagði Geir. Akureyri lék án tveggja markahæstu manna liðsins í vetur þar sem þeir Hafþór Már Vignisson og Igor Kopyshinskyi voru fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Geir reiknar með að þeir verði búnir að jafna sig fyrir næsta leik liðsins en hrósaði öðrum leikmönnum fyrir að stíga upp í fjarveru þeirra. „Við höfðum tvær æfingar fyrir þennan leik til að undirbúa okkur eftir ÍBV leikinn. Þeir meiddust báðir í ÍBV leiknum. Það reyndist okkur dýrt í þeim leik. Við vissum að Igor yrði ekki með í dag og við vonuðumst til að Hafþór gæti eitthvað spilað en hann gat ekkert æft fyrir leikinn og gat ekki verið með í dag heldur.“ „Það er mikilvægt fyrir drengina að hafa trú á sér og í dag stigu aðrir leikmenn upp. Það gerist oft í svona aðstæðum en ég á ekki von á öðru en að þeir verði klárir í næsta leik,“ segir Geir. Einar Jóns: Ekki sjálfum okkur líkir varnarlegaEinar Jónssonvísir/daníelEinar Jónsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll en yfirvegaður í leikslok og átti erfitt með að útskýra frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik. „Ég er alls ekki sáttur. Við vorum mjög lélegir í fyrri hálfleik og svo nýtum við ekki móment í seinni hálfleik til að jafna og komast yfir. Þetta var bara alls ekki gott.“ „Ef ég vissi það hefði ég leyst það. Ég tók tvö leikhlé. Við vorum ekki sjálfum okkur líkir varnarlega en það hefur verið okkar helsti styrkleiki. Þar af leiðandi var engin markvarsla í fyrri hálfleik. Við breyttum svo um vörn og það gekk vel. Sóknarlega hef ég ekki tölu á þeim dauðafærum sem við klikkum í fyrri hálfleik, tvö víti og fleira,“ segir Einar. Hann gerir sér grein fyrir því að liðið hans er ekki í góðri stöðu fyrir síðustu fjórar umferðirnar í deildinni. „Það þýðir ekkert að fara í kringum það. Við erum neðstir og það eru fjórir leikir eftir. Við þurfum fimm eða sex stig til að lifa þetta af og ég hefði viljað tvö stig hérna í dag. Það þýðir ekkert að hætta eða gefast upp. Við þurfum að halda áfram og meðan að við erum tölfræðilega á lífi er það bara áfram gakk,“ segir Einar.