Í tilkynningum sem borgaraþjónustan hefur birt á Facebook og Twitter eru Íslendingar í borginni hvattir til þess að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda, láta aðstandendur vita eða gera vart við sig á samfélagsmiðlum.
Bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafa skrifað samúðarkveðjur á Twitter vegna fjöldamorðsins.
„Slegin og í hjartasorg yfir skynlausu ofbeldi í Christchurch. Kæra [Jacinda Ardern], ég sendi þér mínar dýpstu samúðarkveðjur og allt ljós heimsins frá íslensku þjóðinni,“ tísti Katrín nú í morgun og beindi orðum sínum til forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Shocked and heartbroken over the senseless violence in #Christchurch. Dear @jacindaardern, I send you my deepest sympathies and all the light in the world from the people of Iceland.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) March 15, 2019
We are deeply saddened by the horrifying terrorist attack in #Christchurch. Our thoughts are with the families of the victims and the people of New Zealand.
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) March 15, 2019