Lára berst við matarfíkn: Sprautaði sápu yfir matarafganga svo hún myndi ekki borða upp úr ruslinu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2019 10:30 Lára Kristín opnar sig um matarfíkn. Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen hefur verið að kljást við matarfíkn á háu stigi og á tímabili henti hún matarafgöngum að kvöldi og sprautaði yfir þá sápu svo hún myndi ekki borða matinn upp úr tunnunni morguninn eftir. Lára er í dag í sálfræðinámi og er á mála hjá Pepsi-deildar liðinu Þór/KA. Vala Matt heimsótti Láru og heyrði hennar ótrúlegu sögu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég held að við séum enn þá þar að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það svo sem líka,“ segir Lára Kristín sem notaði alltaf þá afsökun að hún væri ekki matarfíkill þar sem hún væri í kjörþyngd. „Svo þegar maður fer að læra meira um matarfíkn og fer að taka eftir hegðun manns í kringum mat þá sá maður að þetta var ekki eðlilegt og sjúkdómur en ekki eitthvað annað,“ segir Lára sem hefur líkt sínum sjúkdómi við alkóhólisma. „Ég held að það geri fólki auðveldara með að skilja þessa fíkn því við erum kannski komin lengra með það að skilja að alkóhólistinn verður að fara á sína fundi og halda sig frá alkahóli. Hann getur ekki leyft sér á föstudögum af því að það er partý. Sama á við um þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“ Lára Kristín lýsir fíkninni svona:Vala Matt ræddi við Láru.„Maður fer að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða. Maður fer að stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn. Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar og þú vilt bara mat. Maður byrjar kannski daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem manni langar að fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á því að panta sér pítsu og ég pantaði mér alltaf sparitilboð A. Það er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með að klára það á innan við klukkutíma. Þá fer doðinn að hellast yfir mann og maður verður að leggja sig eða slaka á.“ Hún segir að á innan við nokkrum klukkustundum er aftur kominn sama löngunin. „Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur. Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa við blaðinu. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í það daginn eftir,“ segir Lára en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira