Heimilislausir í Víðinesi eru uggandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. mars 2019 08:30 Svanur í herbergi sínu í Víðinesi með hundinn sinn. Fréttablaðið/Þórsteinn Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira