Martin og félagar í þýska körfuboltaliðinu Alba Berlín komust í gær áfram í undanúrslit EuroCup með því að slá út spænska liðið Unicaja frá Malaga.
Martin var með 10 stig í leiknum og skoraði 11,3 stig að meðaltali í einvíginu á móti Unicaja.
Hér fyrir neðan má sjá Martin og aðra leikmenn Alba Berlín fagna sigrinum með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi.
Party im ALBA-Fanblock nach dem Halbfinal-Einzug im @EuroCup. #roadtogreatnesspic.twitter.com/4F9lwmdqcy
— ALBA BERLIN (@albaberlin) March 13, 2019
Martin var efstur í stoðsendingum í úrslitakeppni EuroCup fyrir leikinn í gær eftir 19 stoðsendingar í tveimur fyrstu leikjunum en endaði með 21 stoðsendingu í þremur leikjum eða 7,0 að meðaltali í leik.
Martin er annar helmingurinn af öflugu stoðsendingatvíeyki í liði Alba Berlín því hann og liðfélagi hans Peyton Siva voru þeir sem gáfu flestar stoðsendingar af öllum leikmönnunum í átta liða úrslitunum.
Peyton Siva komst upp fyrir okkar mann með því að gefa tíu stoðsendingar á félaga sína í leiknum í gær en Martin var bara með tvær stoðsendingar að þessu sinni.
Peyton Siva var því samtals með 24 stoðsendingar í leikjunum þremur í átta liða úrslitunum eða átta að meðaltali í leik.
Næsti mótherji Alba Berlín er spænska liðið MoraBanc Andorra og fara leikirnir fram frá 19. mars til 27. mars.
