Tvö mörk og tvær stoðsendingar frá Messi er Barcelona kláraði Lyon Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2019 21:45 Lionel Messi fagnar. vísir/getty Lionel Messi skoraði tvö mörk er Barcelona vann 5-1 stórsigur á Lyon í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er liðin mættust á Camp Nou í kvöld. Messi skoraði fyrsta markið úr vítaspyrn á átjándu mínútu og það var svo fyrrum Liverpool-maðurinn, Philippe Coutinho, sem tvöfaldaði forystuna á 31. mínútu. Börsungar í þægilegri stöðu í hálfleik en það fór um einhverja er Lucas Tousart minnkaði muninn fyrir Frakkana á þrettándu mínútu síðari hálfleiks.FC Barcelona set a CL record home unbeaten run of 30 matches (W27-D3-L0). Bayern München remained undefeated in 29 straight CL home matches from 1998 to 2002. #BarçaOL#UCL — Gracenote Live (@GracenoteLive) March 13, 2019 Messi gerði út um vonir Lyon með marki á 78. mínútu og þeir Gerard Pique og Ousmane Dembele bættu við sitthvoru markinu áður en yfir lauk. Lokatölur 5-1. Barcelona er því komið í átta liða úrslitin en liðið datt út á ótrúlegan hátt gegn Roma á síðustu leiktíð. Þeir eru væntanlega staðráðnir í að gera betur í ár.Barcelona have qualified for a record 13 consecutive #UCL quarter-finals: ✓ 2007/08 ✓ 2008/09 ✓ 2009/10 ✓ 2010/11 ✓ 2011/12 ✓ 2012/13 ✓ 2013/14 ✓ 2014/15 ✓ 2015/16 ✓ 2016/17 ✓ 2017/18 ✓ 2018/19 Time to convert it. pic.twitter.com/XK7X7OV9IU — Coral (@Coral) March 13, 2019 Meistaradeild Evrópu
Lionel Messi skoraði tvö mörk er Barcelona vann 5-1 stórsigur á Lyon í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er liðin mættust á Camp Nou í kvöld. Messi skoraði fyrsta markið úr vítaspyrn á átjándu mínútu og það var svo fyrrum Liverpool-maðurinn, Philippe Coutinho, sem tvöfaldaði forystuna á 31. mínútu. Börsungar í þægilegri stöðu í hálfleik en það fór um einhverja er Lucas Tousart minnkaði muninn fyrir Frakkana á þrettándu mínútu síðari hálfleiks.FC Barcelona set a CL record home unbeaten run of 30 matches (W27-D3-L0). Bayern München remained undefeated in 29 straight CL home matches from 1998 to 2002. #BarçaOL#UCL — Gracenote Live (@GracenoteLive) March 13, 2019 Messi gerði út um vonir Lyon með marki á 78. mínútu og þeir Gerard Pique og Ousmane Dembele bættu við sitthvoru markinu áður en yfir lauk. Lokatölur 5-1. Barcelona er því komið í átta liða úrslitin en liðið datt út á ótrúlegan hátt gegn Roma á síðustu leiktíð. Þeir eru væntanlega staðráðnir í að gera betur í ár.Barcelona have qualified for a record 13 consecutive #UCL quarter-finals: ✓ 2007/08 ✓ 2008/09 ✓ 2009/10 ✓ 2010/11 ✓ 2011/12 ✓ 2012/13 ✓ 2013/14 ✓ 2014/15 ✓ 2015/16 ✓ 2016/17 ✓ 2017/18 ✓ 2018/19 Time to convert it. pic.twitter.com/XK7X7OV9IU — Coral (@Coral) March 13, 2019
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti