Það er nú eða aldrei Hanna Katrín Friðriksson skrifar 13. mars 2019 07:00 Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun