Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga vinkonu sinni Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 21:22 Dómurinn var kveðinn upp í lok febrúar. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2017. Brotið var framið þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan hafa farið út að skemmta sér um kvöldið til þess að fagna útskriftinni. Hún hafði tekið bíl með skutlara ásamt vinkonu sinni og manninum úr bænum en hafi verið mjög drukkin og dáið áfengisdauða í bifreiðinni.Vaknaði við að maðurinn var að hafa samfarir við hana Þegar heim var komið bað hún manninn að fylgja sér inn þar sem hún gat varla staðið í fæturna og í kjölfarið stungið upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Sýndi einkenni alvarlegs áfalls Í áliti sálfræðings kom fram að sálræn einkenni konunnar hafi samsvarað einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll. Hún hefði virst trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Áfallastreitueinkenni brotaþola hefðu enn verið alvarleg í síðasta viðtalinu, um mánuði eftir atvikið. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konunnar án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og þar með notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og greiðir brotaþola 1.500.000 í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2017. Brotið var framið þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan hafa farið út að skemmta sér um kvöldið til þess að fagna útskriftinni. Hún hafði tekið bíl með skutlara ásamt vinkonu sinni og manninum úr bænum en hafi verið mjög drukkin og dáið áfengisdauða í bifreiðinni.Vaknaði við að maðurinn var að hafa samfarir við hana Þegar heim var komið bað hún manninn að fylgja sér inn þar sem hún gat varla staðið í fæturna og í kjölfarið stungið upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Sýndi einkenni alvarlegs áfalls Í áliti sálfræðings kom fram að sálræn einkenni konunnar hafi samsvarað einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll. Hún hefði virst trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Áfallastreitueinkenni brotaþola hefðu enn verið alvarleg í síðasta viðtalinu, um mánuði eftir atvikið. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konunnar án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og þar með notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og greiðir brotaþola 1.500.000 í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira