ISIS-liðar gefast upp í massavís Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 23:00 Blys logar yfir Baghouz. AP/Maya Alleruzzo Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, sem innihalda að mestu sýrlenska Kúrda auk Araba frá norðausturhluta Sýrlands, segja bardagann um Baghouz svo gott sem yfirstaðinn, þó sókn þeirra hafi einungis hafist í gær og þá með stuðningi Bandaríkjanna, Frakklands og annarra ríkja. Loftárásir hófust á sunnudaginn og síðan þá hafa fjölmargir yfirgefið bæinn. Forsvarsmenn SDF segja um þrjú þúsund vígamenn og fjölskyldumeðlimi þeirra hafa gefist upp í dag. Mustafa Bali, talsmaður SDF, sagði Reuters að þegar búið væri að tryggja uppgjöf alls fólksins myndi árásin gegn Baghouz halda áfram.Hann sagði á Twitter fyrir skömmu að þremur konum og fjórum börnum sem tilheyra minnihlutahópi Jasída hafi verið bjargað úr þrælkun.Number of Daesh members surrendered to us since yesterday evening has risen to 3000. 3 Yazidi women and 4 children were rescued, too. — Mustafa Bali (@mustefabali) March 12, 2019 Áætlað er að nokkur hundruð ISIS-liðar, þar af lang flestir erlendir vígamenn, hafi ákveðið að vera eftir og berjast til hins síðasta. Umsátrið um Baghouz hefur staðið yfir í nokkrar vikur en flóð fjölskyldumeðlima ISIS-liða frá bænum hefur tafið sóknina verulega. Þúsundir borgara og þar af flestir eiginkonur vígamanna og börn þeirra, hafa flúið frá Baghouz á síðustu vikum. Eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að frá því í desember hafi um 60 þúsund manns yfirgefið Baghouz. Þar af hafi um sex þúsund verið vígamenn. Allir nema vígamennirnir sjálfir hafa verið fluttir í sérstakar tjaldbúðir. Þar hafa minnst 113 dáið vegna slæmra aðstæðna. Um tveir þriðju þeirra börn undir fimm ára aldri, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Meðlimir SDF-fylgjast með loftárásum í Baghouz.AP/Maya AlleruzzoSameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu í búðunum. Þær voru hannaðar með um tuttugu þúsund manns í huga en þar eru nú rúmlega 66 þúsund manns. SDF segjast ekki hafa bolmagn til að annast þetta fólk. Þá flækir ástandið að stór hluti þessa hóps styður Íslamska ríkið enn af fullum krafti. Blaðamenn hafa orðið fyrir árásum svokallaðra „eiginkvenna“ ISIS-liða sem eru þó að einhverju leyti ekki minni öfgamenn en vígamennirnir sjálfir. SDF og Bandaríkin vinna nú að því að reyna að fá ríkisstjórnir heimaríkja þessa fólks og vígamanna sem eru í haldi til að taka við þeim. Sú viðleitni hefur þó ekki skilað miklum árangri og er framtíð þessa fólks óljós.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Scores surrender as offensive against IS continues near #Baghouz - #SDF#Syria pic.twitter.com/AZ0uC5K5CI— Ruptly (@Ruptly) March 12, 2019 Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53 Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, sem innihalda að mestu sýrlenska Kúrda auk Araba frá norðausturhluta Sýrlands, segja bardagann um Baghouz svo gott sem yfirstaðinn, þó sókn þeirra hafi einungis hafist í gær og þá með stuðningi Bandaríkjanna, Frakklands og annarra ríkja. Loftárásir hófust á sunnudaginn og síðan þá hafa fjölmargir yfirgefið bæinn. Forsvarsmenn SDF segja um þrjú þúsund vígamenn og fjölskyldumeðlimi þeirra hafa gefist upp í dag. Mustafa Bali, talsmaður SDF, sagði Reuters að þegar búið væri að tryggja uppgjöf alls fólksins myndi árásin gegn Baghouz halda áfram.Hann sagði á Twitter fyrir skömmu að þremur konum og fjórum börnum sem tilheyra minnihlutahópi Jasída hafi verið bjargað úr þrælkun.Number of Daesh members surrendered to us since yesterday evening has risen to 3000. 3 Yazidi women and 4 children were rescued, too. — Mustafa Bali (@mustefabali) March 12, 2019 Áætlað er að nokkur hundruð ISIS-liðar, þar af lang flestir erlendir vígamenn, hafi ákveðið að vera eftir og berjast til hins síðasta. Umsátrið um Baghouz hefur staðið yfir í nokkrar vikur en flóð fjölskyldumeðlima ISIS-liða frá bænum hefur tafið sóknina verulega. Þúsundir borgara og þar af flestir eiginkonur vígamanna og börn þeirra, hafa flúið frá Baghouz á síðustu vikum. Eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að frá því í desember hafi um 60 þúsund manns yfirgefið Baghouz. Þar af hafi um sex þúsund verið vígamenn. Allir nema vígamennirnir sjálfir hafa verið fluttir í sérstakar tjaldbúðir. Þar hafa minnst 113 dáið vegna slæmra aðstæðna. Um tveir þriðju þeirra börn undir fimm ára aldri, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Meðlimir SDF-fylgjast með loftárásum í Baghouz.AP/Maya AlleruzzoSameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu í búðunum. Þær voru hannaðar með um tuttugu þúsund manns í huga en þar eru nú rúmlega 66 þúsund manns. SDF segjast ekki hafa bolmagn til að annast þetta fólk. Þá flækir ástandið að stór hluti þessa hóps styður Íslamska ríkið enn af fullum krafti. Blaðamenn hafa orðið fyrir árásum svokallaðra „eiginkvenna“ ISIS-liða sem eru þó að einhverju leyti ekki minni öfgamenn en vígamennirnir sjálfir. SDF og Bandaríkin vinna nú að því að reyna að fá ríkisstjórnir heimaríkja þessa fólks og vígamanna sem eru í haldi til að taka við þeim. Sú viðleitni hefur þó ekki skilað miklum árangri og er framtíð þessa fólks óljós.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Scores surrender as offensive against IS continues near #Baghouz - #SDF#Syria pic.twitter.com/AZ0uC5K5CI— Ruptly (@Ruptly) March 12, 2019
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53 Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja. 23. febrúar 2019 14:53
Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54