Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:43 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. Vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, njóti áfram stuðnings hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ljósi þess að öll álitamál og ágreiningsefni hafi legið fyrir um langt skeið. Birgir segir að dómur MDE hrófli hvorki við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðum hans. Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með skipan dómara í Landsrétt. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á meðal fimmtán tilnefndra af hæfisnefnd út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Birgir segir að Sigríður njóti stuðnings Sjálfstæðisflokksins í málinu sem fyrr og fullyrðir að það sé enginn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem kalli eftir því að hún stigi til hliðar. „Allar þessar línur hafa legið fyrir og gerðu það síðast þegar stjórnarandstaðan reyndi að knýja fram vantraust á dómsmálaráðherrann fyrir ári,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríði njóta áfram stuðnings Sjálfstæðisflokksins og á ekki von á öðru en að samstarfsflokkar í ríkisstjórn séu sama sinnis.Vísir/Egill Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og MDE Birgir Ármannsson segist vera ósammála niðurstöðu MDE í málinu. „Það vekur athygli mína að minnihluti dómsins – tveir dómarar – eru með sérálit þar sem þeir í raun gagnrýna aðferðafræði og niðurstöðu meirihlutans harðlega og það undirstrikar þau lögfræðilegu álitamál sem þarf að takast á við í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hann segir að ágreiningsatriðin hafi legið fyrir um langt skeið. „Niðurstaða dómsins er auðvitað ekki bindandi að öðru leyti en því að þarna er gert ráð fyrir um það bil tveggja milljóna greiðslu í málskostnað af hálfu íslenska ríkisins en hins vegar þá finnst mér svona almennt talað að það liggi fyrir eins og raunar hefur gert um nokkurt skeið að við þurfum að fara yfir þær reglur og þau lagaákvæði sem hér á landi gilda um skipan dómara og komast að niðurstöðu með skýrum hætti um það hvar vald á að liggja og hvar ábyrgð á að liggja í þeim efnum,“ segir Birgir um valdmörk og hlutverkaskipan dómnefndar, dómsmálaráherra og Alþingis. Hann segir að skerpa þurfi á valdmörkum. „Það er mikilvægt að skerpa á því og raunar hygg ég að sú vinna hafi nú hafist fyrir nokkru, óháð þessum dómi í dag.“ Birgir segir að engin formleg skref verði tekin í framhaldinu en bætir við að honum finnist líklegt að niðurstaða MDE verði rædd í nefndum þingsins í dag. Þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ákalli til dæmis Helgu Völu um afsögn vegna málsins segir Birgir: „Helga Vala hefur nú áður beitt sér fyrir vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra vegna sama máls þannig að sú afstaða Helgu Völu kemur ekkert á óvart. Það er auðvitað bara þannig að öll efnisatriði og allur ágreiningur í þessum efnum lá fyrir, fyrir ári síðan þegar stjórnarandstaðan bar fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og þingið tók auðvitað afstöðu til þess á þeim tíma.“ Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, njóti áfram stuðnings hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ljósi þess að öll álitamál og ágreiningsefni hafi legið fyrir um langt skeið. Birgir segir að dómur MDE hrófli hvorki við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðum hans. Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með skipan dómara í Landsrétt. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á meðal fimmtán tilnefndra af hæfisnefnd út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Birgir segir að Sigríður njóti stuðnings Sjálfstæðisflokksins í málinu sem fyrr og fullyrðir að það sé enginn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem kalli eftir því að hún stigi til hliðar. „Allar þessar línur hafa legið fyrir og gerðu það síðast þegar stjórnarandstaðan reyndi að knýja fram vantraust á dómsmálaráðherrann fyrir ári,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríði njóta áfram stuðnings Sjálfstæðisflokksins og á ekki von á öðru en að samstarfsflokkar í ríkisstjórn séu sama sinnis.Vísir/Egill Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og MDE Birgir Ármannsson segist vera ósammála niðurstöðu MDE í málinu. „Það vekur athygli mína að minnihluti dómsins – tveir dómarar – eru með sérálit þar sem þeir í raun gagnrýna aðferðafræði og niðurstöðu meirihlutans harðlega og það undirstrikar þau lögfræðilegu álitamál sem þarf að takast á við í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hann segir að ágreiningsatriðin hafi legið fyrir um langt skeið. „Niðurstaða dómsins er auðvitað ekki bindandi að öðru leyti en því að þarna er gert ráð fyrir um það bil tveggja milljóna greiðslu í málskostnað af hálfu íslenska ríkisins en hins vegar þá finnst mér svona almennt talað að það liggi fyrir eins og raunar hefur gert um nokkurt skeið að við þurfum að fara yfir þær reglur og þau lagaákvæði sem hér á landi gilda um skipan dómara og komast að niðurstöðu með skýrum hætti um það hvar vald á að liggja og hvar ábyrgð á að liggja í þeim efnum,“ segir Birgir um valdmörk og hlutverkaskipan dómnefndar, dómsmálaráherra og Alþingis. Hann segir að skerpa þurfi á valdmörkum. „Það er mikilvægt að skerpa á því og raunar hygg ég að sú vinna hafi nú hafist fyrir nokkru, óháð þessum dómi í dag.“ Birgir segir að engin formleg skref verði tekin í framhaldinu en bætir við að honum finnist líklegt að niðurstaða MDE verði rædd í nefndum þingsins í dag. Þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ákalli til dæmis Helgu Völu um afsögn vegna málsins segir Birgir: „Helga Vala hefur nú áður beitt sér fyrir vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra vegna sama máls þannig að sú afstaða Helgu Völu kemur ekkert á óvart. Það er auðvitað bara þannig að öll efnisatriði og allur ágreiningur í þessum efnum lá fyrir, fyrir ári síðan þegar stjórnarandstaðan bar fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og þingið tók auðvitað afstöðu til þess á þeim tíma.“
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17