Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 04:12 Björgunarsveitarbíll frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli við lokun á Suðurlandsvegi, vegna óveðursins í gær Vísir/Jóhann K Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira