Icelandair Group hefur samið um lán að fjárhæð 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 9,7 milljarða króna, við ónefnda innlenda lánastofnun að því er fram kom í tilkynningu frá félaginu í gær.
„Samhliða verða tíu Boeing 757 flugvélar í eigu félagsins settar að veði til tryggingar greiðslu lánsins. Lánstími er til fimm ára,“ sagði í tilkynningunni.
