Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 08:49 Andstæðingur Brexit mótmælir við breska þinghúsið. Breska þjóðin er klofin í tvær svipað stórar fylkingar í afstöðunni til útgöngunnar. Vísir/EPA Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50
Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47
Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55