Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2019 12:30 Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins. Bresk stjórnvöld halda áfram að svipta konur ríkisborgararétti sínum, en tvær konur sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi voru sviptar réttinum af þjóðaröryggisástæðum. Systurnar Zara og Reema Iqbal eru á þrítugsaldri en samkvæmt heimildum BBC og fréttamiðlinum Sunday Times gengu þær til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2013. Gengu þær til liðs við samtökin þar sem eiginmenn þeirra voru vígamenn ISIS. Bresk stjórnvöld hafa nú svipt þær ríkisborgararétti vegna tengsla þeirra við hryðjuverkasamtökin, og er það gert af þjóðaröryggisástæðum. Þær dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi með börn sín sem eru fimm talsins og öll undir átta ára aldri. Fyrir stuttu síðan var hin nítján ára Shamima Begum svipt breskum ríkisborgararétti, en hún gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul. Á föstudag var greint frá því að þriggja vikna gamall sonur hennar hefði látist en hún hefur einnig misst tvö önnur börn sín. Lögmaður Begum sagðist á sínum tíma vonsvikin yfir ákvörðuninni og kallaði Begum eftir því að breska þjóðin sýni samúð en hún vill snúa aftur til landsins til þess að geta búið í friði með barni sínu. Málið hefur hlotið allmikla gagnrýni en fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglujón í Bretlandi, Dal Babu, segir í samtali við BBC að breska þjóðin hafi brugðist öryggi saklausra barnanna með ákvörðuninni. Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins.Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum.Vísir/Getty Bretland Sýrland Tengdar fréttir Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43 Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Bresk stjórnvöld halda áfram að svipta konur ríkisborgararétti sínum, en tvær konur sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi voru sviptar réttinum af þjóðaröryggisástæðum. Systurnar Zara og Reema Iqbal eru á þrítugsaldri en samkvæmt heimildum BBC og fréttamiðlinum Sunday Times gengu þær til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2013. Gengu þær til liðs við samtökin þar sem eiginmenn þeirra voru vígamenn ISIS. Bresk stjórnvöld hafa nú svipt þær ríkisborgararétti vegna tengsla þeirra við hryðjuverkasamtökin, og er það gert af þjóðaröryggisástæðum. Þær dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi með börn sín sem eru fimm talsins og öll undir átta ára aldri. Fyrir stuttu síðan var hin nítján ára Shamima Begum svipt breskum ríkisborgararétti, en hún gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul. Á föstudag var greint frá því að þriggja vikna gamall sonur hennar hefði látist en hún hefur einnig misst tvö önnur börn sín. Lögmaður Begum sagðist á sínum tíma vonsvikin yfir ákvörðuninni og kallaði Begum eftir því að breska þjóðin sýni samúð en hún vill snúa aftur til landsins til þess að geta búið í friði með barni sínu. Málið hefur hlotið allmikla gagnrýni en fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglujón í Bretlandi, Dal Babu, segir í samtali við BBC að breska þjóðin hafi brugðist öryggi saklausra barnanna með ákvörðuninni. Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins.Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum.Vísir/Getty
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43 Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43
Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20