Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 16:50 Frá Kópaskeri. FBL/Pjetur Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Laugardaginn 23. mars síðastliðinn hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 kílómetra suðvestur af Kópaskeri. Frá því að hrinan hófst hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir. Stærsti skjálfti hrinunnar mældist í gærkvöldi 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29. Fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er a.m.k. 1800 skjálftar frá því hún hófst. Nú í morgun, 28. mars klukkan 05:48 mældist skjálfti 3,8 að stærð, annar skjálfti var í dag kl. 12:37 af stærð 3,0. Ekki hefur dregið úr skjálftavirkninni það sem af er liðið degi. Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt er að segja hvaða áhrif þessi jarðskjálftahrina muni hafa. Hrinan er öflugri og er nær byggð en nýlegar hrinur. Þekkt er að svona hrinum geti fylgt stærri jarðskjálftar sem hafa áhrif í byggð. Jarðskjálftahrinum lýkur þó í flestum tilfellum án stærri atburða. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar frá íbúum á Kópaskeri og í Kelduhverfi sem hafa fundið stærstu skjálftana. Það er því ástæða til þess að íbúar hugi að innanstokksmunum og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að huga að öryggi á heimilum sínum og vinnustöðum. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Sjá hér. Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir alla jarðskjálfta á Íslandi síðustu 48 klukkustundirnar. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Laugardaginn 23. mars síðastliðinn hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 kílómetra suðvestur af Kópaskeri. Frá því að hrinan hófst hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir. Stærsti skjálfti hrinunnar mældist í gærkvöldi 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29. Fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er a.m.k. 1800 skjálftar frá því hún hófst. Nú í morgun, 28. mars klukkan 05:48 mældist skjálfti 3,8 að stærð, annar skjálfti var í dag kl. 12:37 af stærð 3,0. Ekki hefur dregið úr skjálftavirkninni það sem af er liðið degi. Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt er að segja hvaða áhrif þessi jarðskjálftahrina muni hafa. Hrinan er öflugri og er nær byggð en nýlegar hrinur. Þekkt er að svona hrinum geti fylgt stærri jarðskjálftar sem hafa áhrif í byggð. Jarðskjálftahrinum lýkur þó í flestum tilfellum án stærri atburða. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar frá íbúum á Kópaskeri og í Kelduhverfi sem hafa fundið stærstu skjálftana. Það er því ástæða til þess að íbúar hugi að innanstokksmunum og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að huga að öryggi á heimilum sínum og vinnustöðum. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Sjá hér. Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir alla jarðskjálfta á Íslandi síðustu 48 klukkustundirnar.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira