Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Banksy-myndin prýddi skrifstofu Jóns Gnarr í Ráðhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Það hefði átt að vera einfalt að svara þessu en þetta er greinilega óþægilegt mál og þá finnst fólki gott að bíða og koma með svarið þegar almenningur er farinn að hugsa um eitthvað annað, eins og flugfélög,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Í dag, rúmum fjórum mánuðum eftir að borgarráðsfulltrúar flokksins lögðu fram fyrirspurn og tillögu vegna Banksy-málsins svokallaða, verða loks lögð fram svör við þeim á fundi borgarráðs í dag. Banksy-málið varð að fári í nóvember síðastliðnum eftir að Fréttablaðið fjallaði um verkið sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kvaðst hafa fengið að gjöf frá breska götulistamanninum sem borgarstjóri – gegn því að verkið prýddi skrifstofu hans. Jón var gagnrýndur fyrir að taka verkið heim, upplýsti að hann hefði fengið myndina í tölvupósti og látið prenta á álplötu á eigin kostnað. Í kjölfar fjölmiðlafársins lét Jón svo farga verkinu með slípirokk.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Málinu var þó ekki lokið í Ráðhúsinu því í borgarráði degi síðar, eða 15. nóvember, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn í borgarráði. Óskað var eftir öllum samskiptum Jóns við fulltrúa listamannsins, óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið heim með sér og loks lögð fram tillaga um að kannað yrði hvort skaðabótaskylda hefði myndast við förgun verksins. Trúnaður ríkir um svörin sem loks bárust þar til að fundi loknum í dag. Þó að flestum þessara spurninga kunni að hafa verið svarað þá telur Eyþór málið enn vekja spurningar og gefur lítið fyrir þær skýringar Jóns að verkið hafi verið litlu merkilegra en verðlaust plakat. „Af því að hann sagði það þá pantaði ég tvö plaköt af Amazon til að sjá hvort þau væru svipuð. En þau eru allt öðruvísi. Ekki sömu litir og ekki sömu gæði. Þá er mjög auðvelt að eyðileggja þau, en Jón þurfti slípirokk til. Það að segja að þetta sé bara prentun er einföldun því flest verkin hjá Banksy eru prentun. Verk sem hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir eru einmitt prentun. Það sem var rétt hjá Jóni var að þetta var einstakt verk,“ segir Eyþór sem telur að betra hefði verið að leyfa verkinu að lifa í Ráðhúsinu en að láta það undir slípirokkinn. Aðspurður útilokar hann þó ekki að færa skrifstofu borgarstjóra Banksy-plakat af Amazon til að halda í hefðina. „Það getur vel verið að ég gefi skrifstofu borgarstjóra eitt svona plakat, ég er með tvö hér í endursölu,“ segir Eyþór glettinn.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. 16. nóvember 2018 09:41
Jón Gnarr segir Banksy lofa honum nýju verki verði hann „dæmdur“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti, segist hafa fengið skilaboð frá breska götulistamanninum Banksy. 16. nóvember 2018 13:15
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08