May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. mars 2019 17:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40 Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40
Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent