Alþjóðlegt netnámskeið um þróun viðskiptalíkans fyrir endurheimt landgæða Heimsljós kynnir 27. mars 2019 15:30 Endurheimt birkiskóga í kringum Heklu er eitt af verkefnunum á námskeiðinu. UNU-LRT Hvernig er hægt að skapa atvinnu- og viðskiptatækifæri með því að vinna að landbótum og endurheimt vistkerfa? Svarið við þeirri spurningu er að finna á nýju netnámskeiði sem Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur þróað ásamt samstarfsaðilum í ENABLE verkefinu. Það verkefni snýr að framleiðslu námsefnis á háskólastigi um landgræðslu og sjálfbæra landnýtingu þar sem tengt er saman vist- og náttúrufræði annars vegar og viðskipta- og atvinnulíf hins vegar. Netnámskeiðið, svokallað MOOC (Massive Open Online Course), ber heitið „Business Model Innovation for Sustainable Landscape Restoration“ og þar þróa þátttakendur eigin viðskiptalíkön í hópum eða einir sér, allt eftir áhugasviði. Netnámskeiðið tekur átta vikur, er ókeypis og opið öllum á vef Coursera.org þar sem hægt er að skrá sig. Námskeiðið leiðir þátttakendur frá hugmyndum og skilgreiningum á áskorunum, til hönnunar og framkvæmdar nýs viðskiptamódels sem leiðir til landbóta eða endurheimt vistkerfa. Haft er að leiðarljósi að aukin landgæði og heil vistkerfi stuðli að ávinningi fyrir samfélög og atvinnulíf, sem styður við velferð einstaklinga og samfélaga til framtíðar. Til að auka skilning þátttakenda á efninu og hagnýtingu þess eru þrjú raunveruleg verkefni skoðuð, rýnd og unnið með þau allt námskeiðið. Verkefnin þrjú eru endurheimt birkiskóga í kringum Heklu, breyttar ræktunaraðferðir á akurlöndum á Spáni sem auka landgæði, og áskoranir sem tengjast skógareldum og landnýtingu í Portúgal. Þetta er annað netnámskeiðið sem ENABLE hópurinn hefur þróað en það byggir á fyrra námskeiðinu sem gaf heildstæða þekkingu á landhnignun og landgræðslu, bæði út frá sjónarhóli náttúruvísinda og viðskipta- og atvinnulífs. Bæði netnámskeiðin eru sérstaklega sniðin að nemendum og sérfræðingum í náttúruvísindum, viðskiptum og stjórnun en nýtist öllum sem hafa áhuga á að stuðla að sjálfbærri þróun samfélaga og viðskipta- og atvinnulífs með ábyrgri landnýtingu. Með netnámskeiðum er hægt að ná til fjölda fólks og gefa breiðum hópi einstaklinga tækifæri til að mennta sig óháð staðsetningu og efnahag. Jafnframt skapa slík námskeið sóknarfæri til að vekja athygli á aðkallandi málefnum samtímans. Að ENABLE verkefninu standa, auk Landgræðsluskólans, Rotterdam School of Management, Erasmus University; Commonland; Spanish National Research Council; og Nova School of Business and Economics. Við þróun og gerð námskeiðsins átti Landgræðsluskólinn einnig mjög gott samstarf við sérfræðinga Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslunnar. ENABLE verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Nánari upplýsingar um ENABLE verkefnið má finna á heimasíðu ENABLE hópsins en þar er einnig hægt að skoða kynningarmyndband námskeiðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent
Hvernig er hægt að skapa atvinnu- og viðskiptatækifæri með því að vinna að landbótum og endurheimt vistkerfa? Svarið við þeirri spurningu er að finna á nýju netnámskeiði sem Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur þróað ásamt samstarfsaðilum í ENABLE verkefinu. Það verkefni snýr að framleiðslu námsefnis á háskólastigi um landgræðslu og sjálfbæra landnýtingu þar sem tengt er saman vist- og náttúrufræði annars vegar og viðskipta- og atvinnulíf hins vegar. Netnámskeiðið, svokallað MOOC (Massive Open Online Course), ber heitið „Business Model Innovation for Sustainable Landscape Restoration“ og þar þróa þátttakendur eigin viðskiptalíkön í hópum eða einir sér, allt eftir áhugasviði. Netnámskeiðið tekur átta vikur, er ókeypis og opið öllum á vef Coursera.org þar sem hægt er að skrá sig. Námskeiðið leiðir þátttakendur frá hugmyndum og skilgreiningum á áskorunum, til hönnunar og framkvæmdar nýs viðskiptamódels sem leiðir til landbóta eða endurheimt vistkerfa. Haft er að leiðarljósi að aukin landgæði og heil vistkerfi stuðli að ávinningi fyrir samfélög og atvinnulíf, sem styður við velferð einstaklinga og samfélaga til framtíðar. Til að auka skilning þátttakenda á efninu og hagnýtingu þess eru þrjú raunveruleg verkefni skoðuð, rýnd og unnið með þau allt námskeiðið. Verkefnin þrjú eru endurheimt birkiskóga í kringum Heklu, breyttar ræktunaraðferðir á akurlöndum á Spáni sem auka landgæði, og áskoranir sem tengjast skógareldum og landnýtingu í Portúgal. Þetta er annað netnámskeiðið sem ENABLE hópurinn hefur þróað en það byggir á fyrra námskeiðinu sem gaf heildstæða þekkingu á landhnignun og landgræðslu, bæði út frá sjónarhóli náttúruvísinda og viðskipta- og atvinnulífs. Bæði netnámskeiðin eru sérstaklega sniðin að nemendum og sérfræðingum í náttúruvísindum, viðskiptum og stjórnun en nýtist öllum sem hafa áhuga á að stuðla að sjálfbærri þróun samfélaga og viðskipta- og atvinnulífs með ábyrgri landnýtingu. Með netnámskeiðum er hægt að ná til fjölda fólks og gefa breiðum hópi einstaklinga tækifæri til að mennta sig óháð staðsetningu og efnahag. Jafnframt skapa slík námskeið sóknarfæri til að vekja athygli á aðkallandi málefnum samtímans. Að ENABLE verkefninu standa, auk Landgræðsluskólans, Rotterdam School of Management, Erasmus University; Commonland; Spanish National Research Council; og Nova School of Business and Economics. Við þróun og gerð námskeiðsins átti Landgræðsluskólinn einnig mjög gott samstarf við sérfræðinga Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslunnar. ENABLE verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Nánari upplýsingar um ENABLE verkefnið má finna á heimasíðu ENABLE hópsins en þar er einnig hægt að skoða kynningarmyndband námskeiðsins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent