Rotaðist í leik 2017 og getur ekki spilað í sumar: „Skrifa það með tárin í augunum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 10:00 Björk fagnar 1. deildar titlinum með HK/Víkingi 2017. mynd/HK Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira