Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. mars 2019 06:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. Bæði erlendir og innlendir fjármögnunaraðilar hafi sóst eftir viðskiptum við félagið enda séu góðar tryggingar fyrir hendi og fjárhagsstaða félagsins sé sterk. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, vakti athygli á því í viðtölum við fjölmiðla í gær að í sögulegu samhengi hefði Icelandair fengið „miklar ívilnanir og fyrirgreiðslur með margvíslegum hætti“ frá ríkinu, nú síðast fyrr í mánuðinum þegar Landsbankinn hefði lánað félaginu hátt í tíu milljarða króna „á kostakjörum“. Þó svo að ríkið teldi ekki rétt að fjárfesta með beinum hætti í flugrekstri væri öllum ljóst að ríkið kæmi að slíkum rekstri á ýmsan máta. Bogi Nils bendir á að Landsbankinn og Icelandair Group hafi átt í áratuga viðskiptasambandi og að bankinn hafi um árabil leitað eftir því að auka þau viðskipti, ekki síst á sviði langtímalána. „Um nokkurra mánaða skeið hefur Icelandair Group unnið að endurfjármögnun á hluta af skuldum félagsins og hafði félagið marga kosti í þeim efnum enda efnahagsreikningur félagsins mjög sterkur og svo til allar flugvélar félagsins óveðsettar,“ nefnir hann. Margir hafi sóst eftir viðskiptunum og niðurstaðan hafi verið sú að ganga til samninga við Landsbankann.Landsbankinn veitti Icelandair hátt í 10 milljarða lán á dögunum, á kostakjörum að sögn forstjóra WOW air.vísir/vilhelm„Það er því fásinna að tala um ríkisábyrgð eða ríkisaðstoð í þessu samhengi,“ segir hann. Bogi Nils segist vonast til þess að endurskipulagning WOW air gangi eftir og að flugfélagið bjargi sér í gegnum þá erfiðleika sem það glími við. Hins vegar hljómi þau viðskipti sem um sé rætt óneitanlega einkennilega. „Af fréttum að dæma er fyrirtækið ekki gjaldfært og eigið fé verulega neikvætt. Það segir sig því sjálft að ótryggðar kröfur á félagið eru verðlausar. Að þeir sem leggja nýtt áhættufjármagn til félagsins á þessum tímapunkti eignist það ekki að fullu er erfitt að skilja,“ nefnir hann. Það sé jafnframt mun ódýrara að stofna nýtt flugfélag frá grunni með þennan fjölda leiguvéla sem talað sé um en nemur þeirri fjárhæð sem fréttir segja að félagið vanti. „Að mínu mati væri því mun skynsamlegra að stofna nýtt félag fyrir mun lægri fjárhæð og eiga það að fullu,“ segir Bogi Nils. Hann segist auk þess hafa áhyggjur af viðskiptalíkani WOW air. Ísland sé mjög dýrt land fyrir fyrirtækjarekstur. Keflavíkurflugvöllur sé auk þess einn dýrasti flugvöllur Evrópu og eðli málsins samkvæmt sé helmingur lendinga og flugtaka héðan. Jafnframt sé mikil stærðarhagkvæmni í flugrekstri. Alþjóðlegu lággjaldaflugfélögin sem séu í góðum rekstri séu flest með nokkur hundruð flugvéla. „Ég tel því að það sé mjög erfitt að reka lítið lággjaldaflugfélag frá Íslandi svo ekki sé minnst á svokölluð últra-lággjaldaflugfélög sem einhvers staðar hefur verið talað um í þessu samhengi. Þetta er frekar einfalt: Til lengri tíma verða tekjurnar að vera hærri en kostnaðurinn. En ég ítreka að ég vona að WOW air takist að leysa sín vandamál og verði í rekstri áfram,“ segir forstjóri Icelandair Group. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. Bæði erlendir og innlendir fjármögnunaraðilar hafi sóst eftir viðskiptum við félagið enda séu góðar tryggingar fyrir hendi og fjárhagsstaða félagsins sé sterk. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, vakti athygli á því í viðtölum við fjölmiðla í gær að í sögulegu samhengi hefði Icelandair fengið „miklar ívilnanir og fyrirgreiðslur með margvíslegum hætti“ frá ríkinu, nú síðast fyrr í mánuðinum þegar Landsbankinn hefði lánað félaginu hátt í tíu milljarða króna „á kostakjörum“. Þó svo að ríkið teldi ekki rétt að fjárfesta með beinum hætti í flugrekstri væri öllum ljóst að ríkið kæmi að slíkum rekstri á ýmsan máta. Bogi Nils bendir á að Landsbankinn og Icelandair Group hafi átt í áratuga viðskiptasambandi og að bankinn hafi um árabil leitað eftir því að auka þau viðskipti, ekki síst á sviði langtímalána. „Um nokkurra mánaða skeið hefur Icelandair Group unnið að endurfjármögnun á hluta af skuldum félagsins og hafði félagið marga kosti í þeim efnum enda efnahagsreikningur félagsins mjög sterkur og svo til allar flugvélar félagsins óveðsettar,“ nefnir hann. Margir hafi sóst eftir viðskiptunum og niðurstaðan hafi verið sú að ganga til samninga við Landsbankann.Landsbankinn veitti Icelandair hátt í 10 milljarða lán á dögunum, á kostakjörum að sögn forstjóra WOW air.vísir/vilhelm„Það er því fásinna að tala um ríkisábyrgð eða ríkisaðstoð í þessu samhengi,“ segir hann. Bogi Nils segist vonast til þess að endurskipulagning WOW air gangi eftir og að flugfélagið bjargi sér í gegnum þá erfiðleika sem það glími við. Hins vegar hljómi þau viðskipti sem um sé rætt óneitanlega einkennilega. „Af fréttum að dæma er fyrirtækið ekki gjaldfært og eigið fé verulega neikvætt. Það segir sig því sjálft að ótryggðar kröfur á félagið eru verðlausar. Að þeir sem leggja nýtt áhættufjármagn til félagsins á þessum tímapunkti eignist það ekki að fullu er erfitt að skilja,“ nefnir hann. Það sé jafnframt mun ódýrara að stofna nýtt flugfélag frá grunni með þennan fjölda leiguvéla sem talað sé um en nemur þeirri fjárhæð sem fréttir segja að félagið vanti. „Að mínu mati væri því mun skynsamlegra að stofna nýtt félag fyrir mun lægri fjárhæð og eiga það að fullu,“ segir Bogi Nils. Hann segist auk þess hafa áhyggjur af viðskiptalíkani WOW air. Ísland sé mjög dýrt land fyrir fyrirtækjarekstur. Keflavíkurflugvöllur sé auk þess einn dýrasti flugvöllur Evrópu og eðli málsins samkvæmt sé helmingur lendinga og flugtaka héðan. Jafnframt sé mikil stærðarhagkvæmni í flugrekstri. Alþjóðlegu lággjaldaflugfélögin sem séu í góðum rekstri séu flest með nokkur hundruð flugvéla. „Ég tel því að það sé mjög erfitt að reka lítið lággjaldaflugfélag frá Íslandi svo ekki sé minnst á svokölluð últra-lággjaldaflugfélög sem einhvers staðar hefur verið talað um í þessu samhengi. Þetta er frekar einfalt: Til lengri tíma verða tekjurnar að vera hærri en kostnaðurinn. En ég ítreka að ég vona að WOW air takist að leysa sín vandamál og verði í rekstri áfram,“ segir forstjóri Icelandair Group.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15
Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15