Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 16:08 Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“ Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira