Sýndarveruleiki grænþvottar Inger Erla Thomsen skrifar 26. mars 2019 12:30 Um daginn keypti ég mér sjampó-sápustykki í umhverfisvænni og umbúðalausri búð hér á Íslandi. Ég keypti mér þessa sápu vegna þess að ég er að minnka plastnotkunina mína og að nota sápustykki í stað fljótandi sápu í brúsa er ein leið til þess. Þegar ég opnaði svo bréfið sem sápan var pökkuð í var hún líka í plastpoka inn í bréfinu. Þarna var ég orðin fórnarlamb grænþvotts og fór þess vegna brjáluð út í búð og keypti mér fimmfalt ódýrara sjampó í plastbrúsa. Grænþvottur er þegar sem fyrirtæki og framleiðendur fá okkur, neytendurna, til þess að trúa því að varan þeirra eða framleiðslan sé umhverfisvæn án þess þó að vera það í raun og veru. Íslenska dæmið um grænþvott sem allir kannast við er Brúneggjarmálið, þar sem Íslendingar höfðu verið blekktir með markaðssetningu á eggjum í mörg ár. Við urðum öll brjáluð og flestir eru eflaust enn í dag efins þegar þau kaupa egg merkt „lausagöngu hænum“. Brúnegg voru ekki einungis ranglega merkt heldur voru þau líka einu eggin í grænum eggjabakka, sem lætur okkur líða af einhverjum ástæðum eins og þau séu betri fyrir umhverfið, hænurnar og þar af leiðandi okkur. Grænar pakkningar, myndir af plöntum og merkingar um að varan sé “náttúruleg” eru stór þáttur af grænþvotti. Grænþvottur er í raun bara heilaþvottur, okkur er talið trú um varan sem við kaupum sé umhverfisvæn og þess vegna allt í lagi að kaupa hana. Fyrirtæki á Íslandi sem selja vörurnar sínar, eins og safa eða hristinga, í „umhverfisvænu“ PLA plasti falla undir fyrirtæki sem stunda grænþvott. Maíssterkja eða sykurreyr er notað til þess að mynda polylactic acid sem er þetta umrædda PLA plast. Að sjálfsögðu er PLA plast margfalt betra en venjulegt plast, það er að segja ef kringumstæðurnar eru réttar. Þannig er mál með vexti að PLA plast endar flest í landfyllingum eins og margur annar úrgangur og eyðist ekki í náttúrunni nema við ofboðslega hátt hitastig. Það sama á við um „umhverfisvænu“ einnota höldupokana sem fer ört fjölgandi í matvöruverslunum hérlendis. Þeir eru niðurbrjótanlegir líkt og PLA plastið en aðeins við ákveðnar aðstæður. Ég geri ráð fyrir því að flestir noti þessa poka eins og aðra höldupoka í ruslatunnurnar sínar, þar sem ég geri það alveg. Málið er bara að þegar ruslið okkar fer í landfyllingu þá fær pokinn ekki það súrefni, sólarljós og raka sem hann þarf til þess að brotna niður og verður þess vegna bara hluti af þeim óbrjótanlegu efnum sem eru þar fyrir og hafa verið í áratugi. Ég er ennþá brjáluð út í þetta fyrirtæki sem að ég keypti sápustykkið hjá. Þetta snýst ekki bara um að þetta eina sápustykki sé pakkað í plast heldur veit ég núna að framleiðandinn er ekki traustsins verðugur. Ég get með engu móti verið viss um að framleiðslan á þessu sápustykki sé umhverfisvæn eins og sagt er á pakkningunni, ef því er svo pakkað í plast eins og ekkert sé. Ég hef alla mína tíð hugsað um umhverfið og reyni í alvöru mitt allra besta hvað það varðar. Hvernig get ég samt sem neytandi treyst því að vara sem markaðssett er sem umhverfisvæn vara sé það í raun og veru? Lesum um fyrirtækið, framleiðandann og vöruna áður en við kaupum hana, hugsum okkur tvisvar um; vantar okkur þetta í virkilega og hvar endar þessi vara þegar ég er búin að nota hana? Það umhverfisvænasta sem við getum gert sem einstaklingar er að kaupa minna og eyða minni pening í stórfyrirtæki sem eru í raun að blekkja okkur neytendurna. Ég fékk þá flugu líka allt í einu í hausinn að mér vantaði nauðsynlega margnota rör og keypti mér þess vegna mörg slík, ég sem hef eiginlega aldrei notað rör yfir höfuð. Ég keypti mér líka dýrum dómi álnestisbox þegar ég átti þegar mörg plastnestisbox heima sem ég get vel notað. Við megum ekki sem neytendur láta blekkjast svona auðveldlega, okkur vantar ekki þessa hluti, sleppum því þá að kaupa þá. Við verðum ekkert umhverfisvænni á að eiga hluti sem eru umhverfisvænir þegar við eigum nú þegar vel nýtanlega hluti. Hættum að vera fórnarlömb grænþvottar og hugsum okkur tvisvar um þegar við kaupum, vantar okkur virkilega allt þetta dót og hvar endar það svo þegar við erum búin að nota það? Höfundur er umhverfisaktívisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Brúneggjamálið Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Um daginn keypti ég mér sjampó-sápustykki í umhverfisvænni og umbúðalausri búð hér á Íslandi. Ég keypti mér þessa sápu vegna þess að ég er að minnka plastnotkunina mína og að nota sápustykki í stað fljótandi sápu í brúsa er ein leið til þess. Þegar ég opnaði svo bréfið sem sápan var pökkuð í var hún líka í plastpoka inn í bréfinu. Þarna var ég orðin fórnarlamb grænþvotts og fór þess vegna brjáluð út í búð og keypti mér fimmfalt ódýrara sjampó í plastbrúsa. Grænþvottur er þegar sem fyrirtæki og framleiðendur fá okkur, neytendurna, til þess að trúa því að varan þeirra eða framleiðslan sé umhverfisvæn án þess þó að vera það í raun og veru. Íslenska dæmið um grænþvott sem allir kannast við er Brúneggjarmálið, þar sem Íslendingar höfðu verið blekktir með markaðssetningu á eggjum í mörg ár. Við urðum öll brjáluð og flestir eru eflaust enn í dag efins þegar þau kaupa egg merkt „lausagöngu hænum“. Brúnegg voru ekki einungis ranglega merkt heldur voru þau líka einu eggin í grænum eggjabakka, sem lætur okkur líða af einhverjum ástæðum eins og þau séu betri fyrir umhverfið, hænurnar og þar af leiðandi okkur. Grænar pakkningar, myndir af plöntum og merkingar um að varan sé “náttúruleg” eru stór þáttur af grænþvotti. Grænþvottur er í raun bara heilaþvottur, okkur er talið trú um varan sem við kaupum sé umhverfisvæn og þess vegna allt í lagi að kaupa hana. Fyrirtæki á Íslandi sem selja vörurnar sínar, eins og safa eða hristinga, í „umhverfisvænu“ PLA plasti falla undir fyrirtæki sem stunda grænþvott. Maíssterkja eða sykurreyr er notað til þess að mynda polylactic acid sem er þetta umrædda PLA plast. Að sjálfsögðu er PLA plast margfalt betra en venjulegt plast, það er að segja ef kringumstæðurnar eru réttar. Þannig er mál með vexti að PLA plast endar flest í landfyllingum eins og margur annar úrgangur og eyðist ekki í náttúrunni nema við ofboðslega hátt hitastig. Það sama á við um „umhverfisvænu“ einnota höldupokana sem fer ört fjölgandi í matvöruverslunum hérlendis. Þeir eru niðurbrjótanlegir líkt og PLA plastið en aðeins við ákveðnar aðstæður. Ég geri ráð fyrir því að flestir noti þessa poka eins og aðra höldupoka í ruslatunnurnar sínar, þar sem ég geri það alveg. Málið er bara að þegar ruslið okkar fer í landfyllingu þá fær pokinn ekki það súrefni, sólarljós og raka sem hann þarf til þess að brotna niður og verður þess vegna bara hluti af þeim óbrjótanlegu efnum sem eru þar fyrir og hafa verið í áratugi. Ég er ennþá brjáluð út í þetta fyrirtæki sem að ég keypti sápustykkið hjá. Þetta snýst ekki bara um að þetta eina sápustykki sé pakkað í plast heldur veit ég núna að framleiðandinn er ekki traustsins verðugur. Ég get með engu móti verið viss um að framleiðslan á þessu sápustykki sé umhverfisvæn eins og sagt er á pakkningunni, ef því er svo pakkað í plast eins og ekkert sé. Ég hef alla mína tíð hugsað um umhverfið og reyni í alvöru mitt allra besta hvað það varðar. Hvernig get ég samt sem neytandi treyst því að vara sem markaðssett er sem umhverfisvæn vara sé það í raun og veru? Lesum um fyrirtækið, framleiðandann og vöruna áður en við kaupum hana, hugsum okkur tvisvar um; vantar okkur þetta í virkilega og hvar endar þessi vara þegar ég er búin að nota hana? Það umhverfisvænasta sem við getum gert sem einstaklingar er að kaupa minna og eyða minni pening í stórfyrirtæki sem eru í raun að blekkja okkur neytendurna. Ég fékk þá flugu líka allt í einu í hausinn að mér vantaði nauðsynlega margnota rör og keypti mér þess vegna mörg slík, ég sem hef eiginlega aldrei notað rör yfir höfuð. Ég keypti mér líka dýrum dómi álnestisbox þegar ég átti þegar mörg plastnestisbox heima sem ég get vel notað. Við megum ekki sem neytendur láta blekkjast svona auðveldlega, okkur vantar ekki þessa hluti, sleppum því þá að kaupa þá. Við verðum ekkert umhverfisvænni á að eiga hluti sem eru umhverfisvænir þegar við eigum nú þegar vel nýtanlega hluti. Hættum að vera fórnarlömb grænþvottar og hugsum okkur tvisvar um þegar við kaupum, vantar okkur virkilega allt þetta dót og hvar endar það svo þegar við erum búin að nota það? Höfundur er umhverfisaktívisti.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar