Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 23:15 Róðurinn þyngist fyrir Theresu May. Vísir/EPA Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. Samþykkt tillögunnar þykir mikill ósigur fyrir May og ríkisstjórn hennar en samþykkt tillögunnar þýðir að á miðvikudaginn, þegar atkvæðagreiðslurnar fara, stýri ríkisstjórnin ekki ferðinni á þinginu en fréttaskýrendur í Bretlandi hafa bent á það í kvöld að dagskrárvaldið á þinginu sé miðpunktur í starfi hverrar ríkisstjórnar. Samþykkt tillögunnar, sem naut þverpólítisks stuðnings þýðir, að á miðvikudaginn fá þingmenn að greiða atkvæði um ýmsar aðrar tillögur en þann Brexit-samning sem May kom heim með frá Brussel fyrr á árinu.In our system to govern is to control the order paper of the House of Commons. That is now slipping away from the government. They cannot govern. — Lewis Goodall (@lewis_goodall) March 25, 2019 Munu þingmenn meðal annars greiða atkvæði um hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort afturkalla eigi virkjun 50. greinar Lissabon-sáttmálans eða hvort semja eigu um vægari Brexit, svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra sem sögðu af sér ráðherraembætti til að styðja tillöguna var Richard Harrington, viðskiptamálaráðherra. Hefur hann að undanförnu ítrekað varað við því að Bretland yfirgefi ESB án þess að samningar náist. Leiðtogar ESB samþykktu að veita frest á útgöngu Bretlands úr sambandinu til 22. maí næstkomandi svo fremi sem þingið samþykkti Brexit-samning May í vikunni. Hún hefur þó ekki lagt samninginn, sem þegar hefur verið hafnað tvisvar af þingmönnum, til atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem alls óvíst er hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Í yfirlýsingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þingi í dag sagði May að hún gæti ekki lofað því að ríkisstjórnin myndi fara eftir niðurstöðum þingsins á miðvikudaginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada viðurkennir Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. Samþykkt tillögunnar þykir mikill ósigur fyrir May og ríkisstjórn hennar en samþykkt tillögunnar þýðir að á miðvikudaginn, þegar atkvæðagreiðslurnar fara, stýri ríkisstjórnin ekki ferðinni á þinginu en fréttaskýrendur í Bretlandi hafa bent á það í kvöld að dagskrárvaldið á þinginu sé miðpunktur í starfi hverrar ríkisstjórnar. Samþykkt tillögunnar, sem naut þverpólítisks stuðnings þýðir, að á miðvikudaginn fá þingmenn að greiða atkvæði um ýmsar aðrar tillögur en þann Brexit-samning sem May kom heim með frá Brussel fyrr á árinu.In our system to govern is to control the order paper of the House of Commons. That is now slipping away from the government. They cannot govern. — Lewis Goodall (@lewis_goodall) March 25, 2019 Munu þingmenn meðal annars greiða atkvæði um hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort afturkalla eigi virkjun 50. greinar Lissabon-sáttmálans eða hvort semja eigu um vægari Brexit, svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra sem sögðu af sér ráðherraembætti til að styðja tillöguna var Richard Harrington, viðskiptamálaráðherra. Hefur hann að undanförnu ítrekað varað við því að Bretland yfirgefi ESB án þess að samningar náist. Leiðtogar ESB samþykktu að veita frest á útgöngu Bretlands úr sambandinu til 22. maí næstkomandi svo fremi sem þingið samþykkti Brexit-samning May í vikunni. Hún hefur þó ekki lagt samninginn, sem þegar hefur verið hafnað tvisvar af þingmönnum, til atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem alls óvíst er hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Í yfirlýsingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þingi í dag sagði May að hún gæti ekki lofað því að ríkisstjórnin myndi fara eftir niðurstöðum þingsins á miðvikudaginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada viðurkennir Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna