"Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 09:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. Vísir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. „Það er ekki aðeins um að ræða yfirstandandi lífróður WOW, þó vissulega setji staða félagsins ein og sér stórt strik í reikninginn“. Þetta segir Þorsteinn í stöðuuppfærslu sem hann ritar á Facebook. „Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað.“ Þorsteinn telur upp marga óvissuþætti máli sínu til stuðnings „Ekkert varð af loðnuvertíð, sem ráð er gert fyrir í efnahagsforsendum stjórnarinnar, ferðamönnum fer fækkandi, fasteignamarkaður sýnir skýr merki kólnunar þessa dagana, verulega hefur dregið úr vexti einkaneyslu og raunar eru flestir hagvísar niður á við þessa dagana. Stjórnendur fyrirtækja hafa ekki verið jafn svartsýnir um langt árabil.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir þessa óvissu sem er uppi hafi ríkisstjórnin ákveðið að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert væri. „Það fellur þá væntanlega í hlut þingsins að koma áætlun ríkisstjórnarinnar niður á jörðina og aðlaga að þeim efnahagslega veruleika sem við blasir. Fullkomið aðhaldsleysi ríkisstjórnarinnar í fyrstu tveimur fjárlögum hennar sníður þinginu nokkuð þröngan stakk ef takst á að koma í veg fyrir að skera þurfi niður í ríkisfjármálum eina ferðina enn á tímum efnahagslegrar niðursveiflu“. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þó viðtali í Bítinu í morgun að fjármálaáætlunin byggði á hinum ýmsu spám og gerði ráð fyrir óvæntum útgjöldum en Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, lét í ljós sömu áhyggjur og Þorsteinn. Alþingi Bítið Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. „Það er ekki aðeins um að ræða yfirstandandi lífróður WOW, þó vissulega setji staða félagsins ein og sér stórt strik í reikninginn“. Þetta segir Þorsteinn í stöðuuppfærslu sem hann ritar á Facebook. „Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað.“ Þorsteinn telur upp marga óvissuþætti máli sínu til stuðnings „Ekkert varð af loðnuvertíð, sem ráð er gert fyrir í efnahagsforsendum stjórnarinnar, ferðamönnum fer fækkandi, fasteignamarkaður sýnir skýr merki kólnunar þessa dagana, verulega hefur dregið úr vexti einkaneyslu og raunar eru flestir hagvísar niður á við þessa dagana. Stjórnendur fyrirtækja hafa ekki verið jafn svartsýnir um langt árabil.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir þessa óvissu sem er uppi hafi ríkisstjórnin ákveðið að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert væri. „Það fellur þá væntanlega í hlut þingsins að koma áætlun ríkisstjórnarinnar niður á jörðina og aðlaga að þeim efnahagslega veruleika sem við blasir. Fullkomið aðhaldsleysi ríkisstjórnarinnar í fyrstu tveimur fjárlögum hennar sníður þinginu nokkuð þröngan stakk ef takst á að koma í veg fyrir að skera þurfi niður í ríkisfjármálum eina ferðina enn á tímum efnahagslegrar niðursveiflu“. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þó viðtali í Bítinu í morgun að fjármálaáætlunin byggði á hinum ýmsu spám og gerði ráð fyrir óvæntum útgjöldum en Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, lét í ljós sömu áhyggjur og Þorsteinn.
Alþingi Bítið Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45
Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29
Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00