Uppgjör hrunskulda í forgangi Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:00 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata: „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja.“ Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2024 var kynnt á laugardaginn. Aukið fjármagn verður lagt til samgöngu-, velferðar-, mennta- og nýsköpunarmála. Mikil áhersla er lögð á að ná jákvæðri afkomu ríkissjóðs og lækkun skatta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar að markmiðið væri að reka ríkissjóð með góðum afgangi og greiða niður skuldir. Ef áætlunin stenst verður hlutfall skulda komið niður fyrir hlutfallið eins og það var fyrir hrun. Um er að ræða uppfærslu á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra, gert er ráð fyrir auknum fjárframlögum en einnig aðhaldi upp á fimm milljarða.Nokkur óvissa ríkir um ýmsa þætti, þar á meðal almannatryggingakerfið. Gert er ráð fyrir fjórum milljörðum á ári til þess að gera kerfisbreytingar. Málið er í höndum starfshóps sem mun afhenda félagsmálaráðherra skýrslu í vikunni. Stjórn Öryrkjabandalagsins neitaði að skrifa undir skýrsluna og er því framhaldið óljóst. Til stendur að auka heildarframlög ríkissjóðs til fjárfestinga á tímabilinu. Árið 2021 er gert ráð fyrir að fjárfesting sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu nái hámarki í 3,7 prósentum en fari svo lækkandi og endi í 3,1 prósenti árið 2024. Mest verður fjárfest í samgöngumálum, fyrir 124 milljarða, þar á eftir kemur sjúkrahúsþjónusta fyrir 74 milljarða. Er ýjað að því að til standi að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem og öðrum opinberum fyrirtækjum, til að auka svigrúm til fjárfestinga í innviðum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði helgina til að lesa fjármálaáætlunina. Hann segir vissulega margt jákvætt þar að finna, nefnir hann sérstaklega framlög til nýsköpunarmála, en í heild sinni sé áætlunin ómarkviss og óljós og þar að auki sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum til ýmissa málaflokka án þess að vitað sé hvað gera eigi við fjármunina. „Þetta er fyllilega ónákvæmt og algjör óskhyggja. Það er heldur engin leið fyrir venjulegt fólk að átta sig á hvað ríkisstjórnin ætlar að gera,“ segir Björn Leví. „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja. Það væri ekkert mál að segja þetta skýrt ef það væri í raun og veru einhver skýr stefna í þessu. Þetta eru bara orð og lýsingar fram og til baka um eitthvað sem skiptir engu máli. Ég vil fá að vita hver stefnan er, hvað hún kostar og hver áhrifin verða, það er fjármálaáætlun. Þetta er bara bull.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2024 var kynnt á laugardaginn. Aukið fjármagn verður lagt til samgöngu-, velferðar-, mennta- og nýsköpunarmála. Mikil áhersla er lögð á að ná jákvæðri afkomu ríkissjóðs og lækkun skatta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar að markmiðið væri að reka ríkissjóð með góðum afgangi og greiða niður skuldir. Ef áætlunin stenst verður hlutfall skulda komið niður fyrir hlutfallið eins og það var fyrir hrun. Um er að ræða uppfærslu á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra, gert er ráð fyrir auknum fjárframlögum en einnig aðhaldi upp á fimm milljarða.Nokkur óvissa ríkir um ýmsa þætti, þar á meðal almannatryggingakerfið. Gert er ráð fyrir fjórum milljörðum á ári til þess að gera kerfisbreytingar. Málið er í höndum starfshóps sem mun afhenda félagsmálaráðherra skýrslu í vikunni. Stjórn Öryrkjabandalagsins neitaði að skrifa undir skýrsluna og er því framhaldið óljóst. Til stendur að auka heildarframlög ríkissjóðs til fjárfestinga á tímabilinu. Árið 2021 er gert ráð fyrir að fjárfesting sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu nái hámarki í 3,7 prósentum en fari svo lækkandi og endi í 3,1 prósenti árið 2024. Mest verður fjárfest í samgöngumálum, fyrir 124 milljarða, þar á eftir kemur sjúkrahúsþjónusta fyrir 74 milljarða. Er ýjað að því að til standi að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem og öðrum opinberum fyrirtækjum, til að auka svigrúm til fjárfestinga í innviðum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði helgina til að lesa fjármálaáætlunina. Hann segir vissulega margt jákvætt þar að finna, nefnir hann sérstaklega framlög til nýsköpunarmála, en í heild sinni sé áætlunin ómarkviss og óljós og þar að auki sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum til ýmissa málaflokka án þess að vitað sé hvað gera eigi við fjármunina. „Þetta er fyllilega ónákvæmt og algjör óskhyggja. Það er heldur engin leið fyrir venjulegt fólk að átta sig á hvað ríkisstjórnin ætlar að gera,“ segir Björn Leví. „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja. Það væri ekkert mál að segja þetta skýrt ef það væri í raun og veru einhver skýr stefna í þessu. Þetta eru bara orð og lýsingar fram og til baka um eitthvað sem skiptir engu máli. Ég vil fá að vita hver stefnan er, hvað hún kostar og hver áhrifin verða, það er fjármálaáætlun. Þetta er bara bull.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29