Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 10:50 Icelandair á í viðræðum um kaup á Wow air. Vísir/Vilhelm Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. Á fimmtudaginn var tilkynnt að Icelandair Group og WOW air hefðu aftur hafið viðræður um aðkomu að rekstri WOW air. Þann dag varð ljóst að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Viðræðurnar á milli Icelandair og WOW air fara fram í samráði við stjórnvöld. Ætlunin er að ljúka viðræðunum fyrir morgundaginn.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt hagfræðingnum Magnúsi Árna Skúlasyni sem vann skýrslu fyrir WOW air um áhrif þess færi fyrirtækið á hausinn. Í máli Jón Karls kom fram að hann teldi viðræðurnar væru að undirlagi stjórnvalda og að líklegt væri að þær snerust að mestu leyti um að tryggja að farþegar WOW air kæmust leiðar sinnar. „Ég hef trú á því að þetta samtal sem nú á sér stað sé aðeins að undirlagi stjórnvalda. Að þau raunverulega ýti svolítið á að þetta samtal eigi sér stað. Þetta er ekkert alveg nýtt, þegar Air Berlin fór á hlíðina fyrir nokkrum misserum, að verða ár síðan, þá stigu þýsk stjórnvöld inni í og þau náðu að stýra því inn í það að það varð minni vandi,“ sagði Jón Karl.Sér ekki að Icelandair hafi áhuga á Airbus-vélum WOW Að hans mati væri ólíklegt að viðræðurnar myndi endu með kaupum Icelandair á WOW air. „Ég hef ekki mikla trú á því að Icelandair ætli að kaupa WOW. Bara miðað við tölurnar, vandamálin í skuldabréfaútgáfunni, tapreksturinn undanfarna mánuði, tapreksturinn framundan. Þetta er eitthvað sem er mjög erfitt mál að fara að kaupa í heilu lagi,“ sagði Jón Karl. Talað hefur verið um að í kjölfar flugbanns á Boeing 737 MAX vélarnar, sem eiga að verða uppistaðan í flugflota Icelandair, gæti Airbus flugvélar WOW air verið góður kostur fyrir Icelandair. Jón Karl blés hins vegar á þetta, ekki væri fýsilegt fyrir Icelandair að reka þrjár mismunandi tegundir af flugvélum, frá tveimur mismunandi framleiðendum. „Ég sé ekki að Icelandair fari núna á hálfum mánuði að henda sér yfir í Airbus flugvélar með MAX-inn og 757-vélarnar í dag. Það er þegar orðið óhagræði í rekstri því að þetta er lítið flugfélag, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Að fara að bæta þriðju flugvélategundinni við, það myndi vera mjög erfitt,“ sagði Jón Karl en hlusta má á viðtalið við hann og Magnús Árna hér fyrir neðan. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. Á fimmtudaginn var tilkynnt að Icelandair Group og WOW air hefðu aftur hafið viðræður um aðkomu að rekstri WOW air. Þann dag varð ljóst að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Viðræðurnar á milli Icelandair og WOW air fara fram í samráði við stjórnvöld. Ætlunin er að ljúka viðræðunum fyrir morgundaginn.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt hagfræðingnum Magnúsi Árna Skúlasyni sem vann skýrslu fyrir WOW air um áhrif þess færi fyrirtækið á hausinn. Í máli Jón Karls kom fram að hann teldi viðræðurnar væru að undirlagi stjórnvalda og að líklegt væri að þær snerust að mestu leyti um að tryggja að farþegar WOW air kæmust leiðar sinnar. „Ég hef trú á því að þetta samtal sem nú á sér stað sé aðeins að undirlagi stjórnvalda. Að þau raunverulega ýti svolítið á að þetta samtal eigi sér stað. Þetta er ekkert alveg nýtt, þegar Air Berlin fór á hlíðina fyrir nokkrum misserum, að verða ár síðan, þá stigu þýsk stjórnvöld inni í og þau náðu að stýra því inn í það að það varð minni vandi,“ sagði Jón Karl.Sér ekki að Icelandair hafi áhuga á Airbus-vélum WOW Að hans mati væri ólíklegt að viðræðurnar myndi endu með kaupum Icelandair á WOW air. „Ég hef ekki mikla trú á því að Icelandair ætli að kaupa WOW. Bara miðað við tölurnar, vandamálin í skuldabréfaútgáfunni, tapreksturinn undanfarna mánuði, tapreksturinn framundan. Þetta er eitthvað sem er mjög erfitt mál að fara að kaupa í heilu lagi,“ sagði Jón Karl. Talað hefur verið um að í kjölfar flugbanns á Boeing 737 MAX vélarnar, sem eiga að verða uppistaðan í flugflota Icelandair, gæti Airbus flugvélar WOW air verið góður kostur fyrir Icelandair. Jón Karl blés hins vegar á þetta, ekki væri fýsilegt fyrir Icelandair að reka þrjár mismunandi tegundir af flugvélum, frá tveimur mismunandi framleiðendum. „Ég sé ekki að Icelandair fari núna á hálfum mánuði að henda sér yfir í Airbus flugvélar með MAX-inn og 757-vélarnar í dag. Það er þegar orðið óhagræði í rekstri því að þetta er lítið flugfélag, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Að fara að bæta þriðju flugvélategundinni við, það myndi vera mjög erfitt,“ sagði Jón Karl en hlusta má á viðtalið við hann og Magnús Árna hér fyrir neðan.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30