Ástralir undirbúa sig undir tvo fellibylji á sama tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 10:52 Gervihnattamynd sem sýnir fellibylinn Trevor nálgast Queensland í norður Ástralíu. Gert er ráð fyrir að tveir fellibyljir, Trevor og Veronica, muni valda miklu tjóni á norður- og norðvesturströnd Ástralíu á næstu dögum. Þetta er í annað sinn síðan mælingar hófust sem tveir fellibyljir skella á landinu á sama tíma. Þúsundir Ástrala hafa yfirgefið heimili sín vegna byljanna tveggja. Fellibylurinn Trevor skall á norðurströnd landsins í morgun. Við komu til landsins var Trevor skilgreindir sem stormur í fjórða flokki. Honum fylgdi hellidemba og vindar sem náðu allt upp í 250 kílómetra hraða á klukkustund, eða um 70 metrum á sekúndu. Stuttu eftir landtöku var Trevor færður niður í þriðja flokks storm en yfirvöld hafa ítrekað að enn geti stafað mikil hætta af honum, þar sem mikil flóð gætu fylgt honum. Talið er að regnið sem fylgir bylnum jafngildi því sem alla jafna rignir á einu ári í Ástralíu. Fólk sem býr á þeim slóðum sem gert er ráð fyrir að Trevor fari yfir hefur verið flutt á öruggan stað og býr nú í tjaldbúðum í bæjunum Darwin og Katherine.Veronica skellur á seinna um helgina Gert er ráð fyrir að hinn fellibylurinn, Veronica, taki land á norðvesturströnd Ástralíu seint í dag eða snemma á morgun. Búist er við að bylurinn komi til með að hafa snarpar vindhviður í för með sér og sérfræðingar óttast að veðurofsinn muni hafa „alvarleg áhrif.“Severe Tropical Cyclone Veronica remains a Category 4 system and is slowly tracking towards the coast. A severe impact for the Pilbara coast is likely from later Saturday afternoon and on Sunday. #CycloneVeronicahttps://t.co/B1MVXBYXhhpic.twitter.com/m0P0zaEV2B — Bureau of Meteorology, Western Australia (@BOM_WA) March 22, 2019 Á námubænum Port Headland, þar sem talið er að Veronica muni fara fyrst yfir, eru hillur stórmarkaða tómar þar sem íbúar hafa hamstrað mat til að undirbúa sig undir inniveru næstu dagana. Camilo Blanco, bæjarstjóri bæjarins hefur þegar varað íbúa við „þessum hrikalega veðuratburði“ og hafa margir brugðið á það ráð að stafla sandpokum upp fyrir utan heimili sín til að verja þau. „Bindið niður eigur ykkar í garðinum, farið í næsta hús og athugið hvort nágrannar ykkar séu undirbúnir,“ er haft eftir Blanco. Ástralía Veður Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tveir fellibyljir, Trevor og Veronica, muni valda miklu tjóni á norður- og norðvesturströnd Ástralíu á næstu dögum. Þetta er í annað sinn síðan mælingar hófust sem tveir fellibyljir skella á landinu á sama tíma. Þúsundir Ástrala hafa yfirgefið heimili sín vegna byljanna tveggja. Fellibylurinn Trevor skall á norðurströnd landsins í morgun. Við komu til landsins var Trevor skilgreindir sem stormur í fjórða flokki. Honum fylgdi hellidemba og vindar sem náðu allt upp í 250 kílómetra hraða á klukkustund, eða um 70 metrum á sekúndu. Stuttu eftir landtöku var Trevor færður niður í þriðja flokks storm en yfirvöld hafa ítrekað að enn geti stafað mikil hætta af honum, þar sem mikil flóð gætu fylgt honum. Talið er að regnið sem fylgir bylnum jafngildi því sem alla jafna rignir á einu ári í Ástralíu. Fólk sem býr á þeim slóðum sem gert er ráð fyrir að Trevor fari yfir hefur verið flutt á öruggan stað og býr nú í tjaldbúðum í bæjunum Darwin og Katherine.Veronica skellur á seinna um helgina Gert er ráð fyrir að hinn fellibylurinn, Veronica, taki land á norðvesturströnd Ástralíu seint í dag eða snemma á morgun. Búist er við að bylurinn komi til með að hafa snarpar vindhviður í för með sér og sérfræðingar óttast að veðurofsinn muni hafa „alvarleg áhrif.“Severe Tropical Cyclone Veronica remains a Category 4 system and is slowly tracking towards the coast. A severe impact for the Pilbara coast is likely from later Saturday afternoon and on Sunday. #CycloneVeronicahttps://t.co/B1MVXBYXhhpic.twitter.com/m0P0zaEV2B — Bureau of Meteorology, Western Australia (@BOM_WA) March 22, 2019 Á námubænum Port Headland, þar sem talið er að Veronica muni fara fyrst yfir, eru hillur stórmarkaða tómar þar sem íbúar hafa hamstrað mat til að undirbúa sig undir inniveru næstu dagana. Camilo Blanco, bæjarstjóri bæjarins hefur þegar varað íbúa við „þessum hrikalega veðuratburði“ og hafa margir brugðið á það ráð að stafla sandpokum upp fyrir utan heimili sín til að verja þau. „Bindið niður eigur ykkar í garðinum, farið í næsta hús og athugið hvort nágrannar ykkar séu undirbúnir,“ er haft eftir Blanco.
Ástralía Veður Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira