Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 09:20 Landsréttur. Vísir/Hanna Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira