Flokki gegn vegtollum vex ásmegin í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2019 08:15 Af heimasíðu Borgarahreyfingar gegn veggjöldum í Noregi. Mynd/Folkeaksjonen NEI til mer bompenger. Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun. Veggjaldaandstæðingar mælast með sjö prósenta fylgi og kæmu að fimm borgarfulltrúum í næst stærstu borg landsins, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir VG og Bergens Tidende. Borgarahreyfingin gegn meiri veggjöldum, eða „Folkeaksjonen NEI til mer bompenger“ var stofnuð í Stafangri fyrir fimm árum og náði þá strax inn þremur borgarfulltrúum í kosningunum 2015. Núna undirbýr flokkurinn framboð í fjölda fylkja og borga í Noregi í komandi fylkis- og sveitarstjórnarkosningum þann 9. september og hótar að bjóða fram í þingkosningum á næsta ári. Í stefnuyfirlýsingu flokksins segir að hann berjist fyrir því að afnema veggjöld sem fjármögnunarleið. Innviðir séu samfélagslegt verkefni og því sé það á ábyrgð hins opinbera og lögbundið hlutverk þess að fjármagna vegagerð. Flokkurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mótmælaaðgerðum í borgum Noregs undir kjörorðunum „Nú er nóg komið“. Stærsta dagblað Noregs, VG, skýrði frá aðgerðum síðastliðið sumar undir fyrirsögninni „Vegtollauppreisn um allt land“, sagði fjölskyldur mótmæla auknum heimilisútgjöldum, sem næmu tugþúsundum króna á ári, en þá lokuðu andstæðingar meðal annars umferðaræðum í Stafangri. Alþingi Hvalfjarðargöng Noregur Samgöngur Vaðlaheiðargöng Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun. Veggjaldaandstæðingar mælast með sjö prósenta fylgi og kæmu að fimm borgarfulltrúum í næst stærstu borg landsins, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir VG og Bergens Tidende. Borgarahreyfingin gegn meiri veggjöldum, eða „Folkeaksjonen NEI til mer bompenger“ var stofnuð í Stafangri fyrir fimm árum og náði þá strax inn þremur borgarfulltrúum í kosningunum 2015. Núna undirbýr flokkurinn framboð í fjölda fylkja og borga í Noregi í komandi fylkis- og sveitarstjórnarkosningum þann 9. september og hótar að bjóða fram í þingkosningum á næsta ári. Í stefnuyfirlýsingu flokksins segir að hann berjist fyrir því að afnema veggjöld sem fjármögnunarleið. Innviðir séu samfélagslegt verkefni og því sé það á ábyrgð hins opinbera og lögbundið hlutverk þess að fjármagna vegagerð. Flokkurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mótmælaaðgerðum í borgum Noregs undir kjörorðunum „Nú er nóg komið“. Stærsta dagblað Noregs, VG, skýrði frá aðgerðum síðastliðið sumar undir fyrirsögninni „Vegtollauppreisn um allt land“, sagði fjölskyldur mótmæla auknum heimilisútgjöldum, sem næmu tugþúsundum króna á ári, en þá lokuðu andstæðingar meðal annars umferðaræðum í Stafangri.
Alþingi Hvalfjarðargöng Noregur Samgöngur Vaðlaheiðargöng Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30