Martin: Kannski get ég hjálpað mömmu með miðana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 22. mars 2019 19:15 Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“
EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira