Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 11:28 Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. „Skaðinn er skeður. Fréttir voru drepnar og við höfum þurft að leggja út fyrir ómældum kostnaði og orku í að berjast fyrir tjáningarfrelsinu og rétti almennings til upplýsinga.“ Þetta segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar um lögbannsmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í dag þess efnis að blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media væru sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco. Stefnandi, Glitnir Holdco, gerði kröfu um að lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þann 16. október 2017 yrði staðfest og að óheimilt væri að birta fréttir upp úr þrotabúi bankans. Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017.Almenningur hefði átt að fá bætur „Ef einhver á að fá bætur þá er það náttúrulega almenningur sem brotið var á. Það var brotið á rétti almennings til upplýsinga í aðdraganda kosninga og það er óafturkræfur skaði,“ segir Ingibjörg sem segir háttsemina gróft inngrip. Þetta væru upplýsingar sem almenningur átti rétt á að fá til að geta tekið upplýsta ákvörðun í kosningum. Í dómi héraðsdóms er tekið fram að með framgöngu sýslumanns og Glitnis hafi verið vegið að rétti almennings til frjálsra kosninga. Þrátt fyrir að Ingibjörg finni fyrir létti yfir dómi Hæstaréttar Íslands getur hún ekki annað en hugsað um þann óafturkræfa skaða sem almenningur hlaut með lögbanninu. Ingibjörg bendir á að það er gífurlega mikilvægt fyrir blaðamenn jafnt sem almenning að fréttir séu sagðar á réttu augnabliki og í réttu samhengi. Fréttir missi slagkraft og jafnvel deyja ef langt um líður.Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco.StundinSagan gæti endurtekið sig Ingibjörg segir að það sé mjög sorglegt til þess að hugsa að á þessu eina og hálfa ári sem hefur liðið frá lögbanninu og þar til Hæstiréttur kveður upp dóm hefur Alþingi ekki gripið inn í og styrkt varnir fjölmiðla gagnvart því mikla inngripi sem lögbann á fréttaflutning er. „Í dag gæti þetta endurtekið sig. Sýslumaður gæti valsað inn á ritstjórnarskrifstofur, lagt á ólögmætt lögbann og stöðvað fréttaflutning.“ Í farvatninu eru þó breytingar. Forsætisráðherra skipaði nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Gert er ráð fyrir að nefndin skili af sér fullbúnum frumvörpum upp úr vinnu nefndarinnar. Ingibjörg bætir þó við að breytingarnar hefðu ekki raungerst ennþá. Ingibjörg segir að stofnendur Stundarinnar hefðu gengið mjög langt í því að reyna að skapa umhverfi sem hefði verndandi áhrif fyrir ritstjórnina. Í lögum félagsins eru til dæmis skýrar yfirtökuvarnir og þá leituðu þau til almennings í stað fjársterkra aðila til að getað starfað frjáls og óháð. „En það sem gerist þá er að yfirvaldið kemur og stöðvar fréttaflutning. Það er bara svolítið sláandi, kæfandi tilfinning,“ segir Ingibjörg sem bendir á valdaójafnvægið í málinu. „Við þrífumst með áskriftum og styrkjum frá almenning og það að þurfa að bera kostnaðinn af svona málaferlum er náttúrulega ofsalega þungt fyrir svona lítið fyrirtæki. Þarna erum við að glíma við aðila þar sem forstjóri fyrirtækisins er með hærri laun en ársvelta Stundarinnar og Reykjavík Media til samans. Ójafnvægið er svo mikið. Það tekur rosalega mikið frá svona litlum fyrirtækjum að þurfa að setja orkuna sína og peninga í þetta í staðinn fyrir að reyna að styrkja ritstjórnina.“Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.Umfjöllunin átti erindi við almenning Ingibjörg segir að það sé ánægjuleg tilfinning að lesa dóm Hæstaréttar því þar hefði mikilvægi þess að vernda heimildarmenn verið undirstrikað. Niðurstaðan væri að umfjöllunin hefði átt rétt á sér í alla staði. Í forsendum dómsins segir orðrétt: „Hvað varðar fréttaumfjöllun stefndu verður að hafa í huga stöðu þeirra beggja sem fjölmiðla og það hlutverk sem þeir gegna í lýðræðisþjóðfélagi sem slíkir. Þá verður jafnframt að líta til þess sem áður greinir varðandi væntanlegar alþingiskosningar, sem og þess að um er að ræða umfjöllun um viðskiptasamband eins af æðstu embættismönnum þjóðarinnar við einn af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins, í aðdraganda þeirra atburðarásar sem lauk með því sem kallað hefur verið hið íslenska bankahrun haustið 2008. Eðli máls samkvæmt hefur öll opinber umræða undanfarin ár litast mjög af þeim atburðum og meðal annars lotið að því að greina orsakir þeirra og eftirmála. Í ljósi þeirra stórfelldu almennu áhrifa sem bankahrunið hafði á íslenskt samfélag er og eðlilegt að slíkt uppgjör fari fram á grundvelli opinberrar fréttaumfjöllunar og þeirrar almennu umræðu sem henni að jafnaði fylgir. Verður að líta svo á að umfjöllun stefndu um viðskipti þáverandi forsætisráðherra sé liður í því uppgjöri og eigi sem slík erindi við almenning.“Hér er hægt að lesa dóm Hæstaréttar Íslands í heild sinni. Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. 15. mars 2019 10:36 Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Hæstiréttur: Spyr málsaðila hvort þeir fari fram á að Landsréttardómar verði ómerktir Hæstiréttur hefur brugðist við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 21:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Skaðinn er skeður. Fréttir voru drepnar og við höfum þurft að leggja út fyrir ómældum kostnaði og orku í að berjast fyrir tjáningarfrelsinu og rétti almennings til upplýsinga.“ Þetta segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar um lögbannsmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í dag þess efnis að blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media væru sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco. Stefnandi, Glitnir Holdco, gerði kröfu um að lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þann 16. október 2017 yrði staðfest og að óheimilt væri að birta fréttir upp úr þrotabúi bankans. Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017.Almenningur hefði átt að fá bætur „Ef einhver á að fá bætur þá er það náttúrulega almenningur sem brotið var á. Það var brotið á rétti almennings til upplýsinga í aðdraganda kosninga og það er óafturkræfur skaði,“ segir Ingibjörg sem segir háttsemina gróft inngrip. Þetta væru upplýsingar sem almenningur átti rétt á að fá til að geta tekið upplýsta ákvörðun í kosningum. Í dómi héraðsdóms er tekið fram að með framgöngu sýslumanns og Glitnis hafi verið vegið að rétti almennings til frjálsra kosninga. Þrátt fyrir að Ingibjörg finni fyrir létti yfir dómi Hæstaréttar Íslands getur hún ekki annað en hugsað um þann óafturkræfa skaða sem almenningur hlaut með lögbanninu. Ingibjörg bendir á að það er gífurlega mikilvægt fyrir blaðamenn jafnt sem almenning að fréttir séu sagðar á réttu augnabliki og í réttu samhengi. Fréttir missi slagkraft og jafnvel deyja ef langt um líður.Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco.StundinSagan gæti endurtekið sig Ingibjörg segir að það sé mjög sorglegt til þess að hugsa að á þessu eina og hálfa ári sem hefur liðið frá lögbanninu og þar til Hæstiréttur kveður upp dóm hefur Alþingi ekki gripið inn í og styrkt varnir fjölmiðla gagnvart því mikla inngripi sem lögbann á fréttaflutning er. „Í dag gæti þetta endurtekið sig. Sýslumaður gæti valsað inn á ritstjórnarskrifstofur, lagt á ólögmætt lögbann og stöðvað fréttaflutning.“ Í farvatninu eru þó breytingar. Forsætisráðherra skipaði nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Gert er ráð fyrir að nefndin skili af sér fullbúnum frumvörpum upp úr vinnu nefndarinnar. Ingibjörg bætir þó við að breytingarnar hefðu ekki raungerst ennþá. Ingibjörg segir að stofnendur Stundarinnar hefðu gengið mjög langt í því að reyna að skapa umhverfi sem hefði verndandi áhrif fyrir ritstjórnina. Í lögum félagsins eru til dæmis skýrar yfirtökuvarnir og þá leituðu þau til almennings í stað fjársterkra aðila til að getað starfað frjáls og óháð. „En það sem gerist þá er að yfirvaldið kemur og stöðvar fréttaflutning. Það er bara svolítið sláandi, kæfandi tilfinning,“ segir Ingibjörg sem bendir á valdaójafnvægið í málinu. „Við þrífumst með áskriftum og styrkjum frá almenning og það að þurfa að bera kostnaðinn af svona málaferlum er náttúrulega ofsalega þungt fyrir svona lítið fyrirtæki. Þarna erum við að glíma við aðila þar sem forstjóri fyrirtækisins er með hærri laun en ársvelta Stundarinnar og Reykjavík Media til samans. Ójafnvægið er svo mikið. Það tekur rosalega mikið frá svona litlum fyrirtækjum að þurfa að setja orkuna sína og peninga í þetta í staðinn fyrir að reyna að styrkja ritstjórnina.“Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.Umfjöllunin átti erindi við almenning Ingibjörg segir að það sé ánægjuleg tilfinning að lesa dóm Hæstaréttar því þar hefði mikilvægi þess að vernda heimildarmenn verið undirstrikað. Niðurstaðan væri að umfjöllunin hefði átt rétt á sér í alla staði. Í forsendum dómsins segir orðrétt: „Hvað varðar fréttaumfjöllun stefndu verður að hafa í huga stöðu þeirra beggja sem fjölmiðla og það hlutverk sem þeir gegna í lýðræðisþjóðfélagi sem slíkir. Þá verður jafnframt að líta til þess sem áður greinir varðandi væntanlegar alþingiskosningar, sem og þess að um er að ræða umfjöllun um viðskiptasamband eins af æðstu embættismönnum þjóðarinnar við einn af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins, í aðdraganda þeirra atburðarásar sem lauk með því sem kallað hefur verið hið íslenska bankahrun haustið 2008. Eðli máls samkvæmt hefur öll opinber umræða undanfarin ár litast mjög af þeim atburðum og meðal annars lotið að því að greina orsakir þeirra og eftirmála. Í ljósi þeirra stórfelldu almennu áhrifa sem bankahrunið hafði á íslenskt samfélag er og eðlilegt að slíkt uppgjör fari fram á grundvelli opinberrar fréttaumfjöllunar og þeirrar almennu umræðu sem henni að jafnaði fylgir. Verður að líta svo á að umfjöllun stefndu um viðskipti þáverandi forsætisráðherra sé liður í því uppgjöri og eigi sem slík erindi við almenning.“Hér er hægt að lesa dóm Hæstaréttar Íslands í heild sinni.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. 15. mars 2019 10:36 Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Hæstiréttur: Spyr málsaðila hvort þeir fari fram á að Landsréttardómar verði ómerktir Hæstiréttur hefur brugðist við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 21:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. 15. mars 2019 10:36
Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02
Hæstiréttur: Spyr málsaðila hvort þeir fari fram á að Landsréttardómar verði ómerktir Hæstiréttur hefur brugðist við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 21:11