Ætlar ekki að kæra þjálfara Blika en stendur með Unni Töru Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2019 16:18 Antonio d'Albero er ekki á jólakortalistanum hjá KR. vísir/bára Antonio d'Albero, þjálfari Breiðabliks í Domino´s-deild kvenna í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina en Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, hyggst kvarta undan framkomu hans í sinn garð til KKÍ.Mbl.is greinir frá en Unnur sagði fyrst frá því á Facebook að að þjálfari Breiðabliks hafi verið með svívirðingar í sinn garð frá því að hún kom inn á í leik KR og Breiðabliks í gær og þær hafi haldið áfram í dágóða stund. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og skrifaði því aðeins um þetta á Facebook í gærkvöldi vegna þess að ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á framfæri. Svívirðingar þjálfarans byrjuðu um hálfri mínútu eftir að ég kom inn á og héldu áfram í dágóða stund. Hann lét ýmislegt flakka sem ég nefndi ekki á Facebook,“ segir Unnur Tara við mbl.is. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tekur upp málið á Facebook-síðu sinni og segist hafa upplifað svipaða framkomu í sinn garð frá d'Albero. „Sjálfur fékk ég það óþvegið frá sama aðila í sama leik. Það tók mig þó smá tíma að átta mig á að viðkomandi væri að kalla yfir til mín og bauna á mig. Á 27 ára starfsferli í þessari blessaðri þjálfun hef ég aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta. Óvirðingin, hrokinn, dónaskapurinn og pillurnar sem mér voru sendar er eitthvað sem þekkist ekki í þessum bransa,“ segir Benedikt. Hann bætir við að hann sé kominn með þykkan skráp eftir mörg ár í bransanum og ætli því ekki að kæra en hann styður Unni Töru 100 prósent í hennar máli því svona eigi ekki að líðast. „Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þessi aðili hagar sér svona og hefur verið kvartað undan honum áður. Ég vona samt að stelpurnar í deildinni þurfi ekki að hlusta á svona munnsöfnuð og blammeringar oftar,“ segir Benedikt Guðmundsson. Dominos-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Antonio d'Albero, þjálfari Breiðabliks í Domino´s-deild kvenna í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina en Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, hyggst kvarta undan framkomu hans í sinn garð til KKÍ.Mbl.is greinir frá en Unnur sagði fyrst frá því á Facebook að að þjálfari Breiðabliks hafi verið með svívirðingar í sinn garð frá því að hún kom inn á í leik KR og Breiðabliks í gær og þær hafi haldið áfram í dágóða stund. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og skrifaði því aðeins um þetta á Facebook í gærkvöldi vegna þess að ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á framfæri. Svívirðingar þjálfarans byrjuðu um hálfri mínútu eftir að ég kom inn á og héldu áfram í dágóða stund. Hann lét ýmislegt flakka sem ég nefndi ekki á Facebook,“ segir Unnur Tara við mbl.is. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tekur upp málið á Facebook-síðu sinni og segist hafa upplifað svipaða framkomu í sinn garð frá d'Albero. „Sjálfur fékk ég það óþvegið frá sama aðila í sama leik. Það tók mig þó smá tíma að átta mig á að viðkomandi væri að kalla yfir til mín og bauna á mig. Á 27 ára starfsferli í þessari blessaðri þjálfun hef ég aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta. Óvirðingin, hrokinn, dónaskapurinn og pillurnar sem mér voru sendar er eitthvað sem þekkist ekki í þessum bransa,“ segir Benedikt. Hann bætir við að hann sé kominn með þykkan skráp eftir mörg ár í bransanum og ætli því ekki að kæra en hann styður Unni Töru 100 prósent í hennar máli því svona eigi ekki að líðast. „Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þessi aðili hagar sér svona og hefur verið kvartað undan honum áður. Ég vona samt að stelpurnar í deildinni þurfi ekki að hlusta á svona munnsöfnuð og blammeringar oftar,“ segir Benedikt Guðmundsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum